Vikubyrjun

Vikubyrjun 7. september

Samkvæmt bráðabirgðamati Hagstofu Íslands dróst landsframleiðslan saman um 9,3% milli ára á öðrum ársfjórðungi. Samdráttinn má fyrst og fremst rekja til mikils samdráttar í útflutningi en framlag hans til hagvaxtar var neikvætt um 15,5%.

7. september 2020  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

 • Í dag birtir Icelandair Group flutningstölur fyrir ágúst.
 • Á þriðjudag birtir Seðlabankinn útreikning á raungenginu miðað við verðlag í ágúst.
 • Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar frá seinasta fundi hennar. Lánamál ríkisins birta Markaðsupplýsingar þennan dag.
 • Á fimmtudag birtir Ferðamálastofa talningu á erlendum gestum í gegnum Leifsstöð í ágúst.

Mynd vikunnar

Samkvæmt bráðabirgðamati Hagstofu Íslands dróst landsframleiðslan saman um 9,3% á öðrum ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Samdráttinn á öðrum fjórðungi má fyrst og fremst rekja til mikils samdráttar í útflutningi en framlag hans til hagvaxtar var neikvætt um 15,5%. Á móti þessu vó mikill samdráttur innflutnings en framlag hans til hagvaxtar var jákvætt um 12,2%. Framlag einkaneyslu var neikvætt um 4,4% og framlag fjármunamyndunar var neikvætt um 3,6%. Sjá nánar í Hagsjá: Metsamdráttur landsframleiðslu á öðrum fjórðungi.
Það helsta frá vikunni sem leið

 • Ekkert skuldabréfaútboð var í vikunni.
 • Hagtölur og markaðsupplýsingar

  Hagtölur 7. september 2020 (PDF)

  Innlendar markaðsupplýsingar 7. september 2020 (PDF)

  Erlendar markaðsupplýsingar 7. september 2020 (PDF)

  Póstlistar

  Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

  Skráðu þig á póstlista

  Fyrirvari

  Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

  No filter applied

  Tengdar greinar