Hagsjá

Hægir á íbúðauppbyggingu

Verulega hefur hægt á íbúðafjárfestingu samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Þrátt fyrir það er uppbygging ennþá mikil og má áfram gera ráð fyrir fjölgun íbúða inn á markaðinn næstu misseri þar sem tíma tekur að klára mörg þeirra verkefna sem þegar voru hafin.

9. september 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Íbúðafjárfesting dróst saman um 21% milli ára á öðrum ársfjórðungi þessa árs sem er mesti samdráttur sem hefur mælst síðan á öðrum ársfjórðungi ársins 2010. Er þetta annar ársfjórðungurinn í röð sem samdráttur mælist, en á fyrsta ársfjórðungi dróst íbúðafjárfesting saman um 5%. Þó má gera ráð fyrir því að fullbúnar íbúðir sem skila sér inn á markað í ár verði nokkuð margar, líkt og í fyrra, þar sem enn á eftir að fullklára mörg þeirra verkefna sem ráðist var í á síðustu misserum.
Alls var fjárfest fyrir ríflega 35 ma.kr.1 á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Ef frá er talið tímabilið frá fyrsta ársfjórðungi 2019 til fyrsta ársfjórðungs 2020 er þetta mesta fjárfesting sem hefur átt sér stað á stökum ársfjórðungi síðan 2008. Við sjáum því að þó svo að það hægi á íbúðafjárfestingu er engu að síður talsvert í byggingu. Það má því segja að við séum að ganga í gegnum uppbyggingarskeið sem er ekki ósvipað því sem átti sér stað á árunum 2006-2008 þegar að jafnaði var fjárfest fyrir tæplega 40 ma.kr. á hverjum ársfjórðungi, á verðlagi ársins 2019.

 

1 Á verðlagi ársins 2019.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Hægir á íbúðauppbyggingu (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar