Hagsjá

Langminnsta neyslan á hverja gistinótt hjá Kínverjum

Neysla erlendra ferðamanna er mjög breytileg eftir þjóðerni. Sé litið á neysluútgjöld eftir þjóðerni sést að Svisslendingar eyddu langmestu á hvern ferðamann.

15. september 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Heildarneysla erlendra ferðamanna hér á landi nam 383,4 mö.kr. á síðasta ári. Af þeirri tölu voru útgjöld þeirra til íslenskrar ferðaþjónustu 322,1 ma.kr., eða um 84% af heildarútgjöldum þeirra hér á landi. Önnur neysla þeirra var ýmis verslun ótengd ferðaþjónustu, 56,2 ma.kr,. og önnur þjónusta um 5 ma.kr. Í þessum tölum er stuðst við heildarneyslu ferðamanna en ekki einungis kortaveltu sem mælir aðeins hluta af heildarneyslu erlendra ferðamanna hér á landi.
Sé litið á neysluútgjöld eftir þjóðerni sést að Svisslendingar eyddu langmestu á hvern ferðamann. Neysla þeirra í fyrra var 339,6 þúsund krónur á hvern ferðamann. Svisslendingar hafa skorið sig verulega frá öðrum þjóðum á síðustu árum hvað þetta varðar og verið efstir á þennan mælikvarða frá því Hagstofan hóf að halda utan um þessar tölur 2013. Næst á eftir voru Bandaríkjamenn með 210,3 þúsund og þar á eftir Bretar með 191,7 þúsund. Pólverjar reka lestina með 26,6 þúsund. Svo lítil neysla skýrist þó án efa að nokkru leyti af því að hluti þeirra Pólverja sem koma til landsins hafa hér fasta búsetu. Það sést vel þegar litið er til meðalfjölda gistinótta á hvern pólskan ferðamann á hótelum eða öðrum gististöðum. Dvalarlengd þeirra, þ.e. gistinætur á hvern ferðamann, er einungis 0,8 nætur og er þetta langlægsta gildið hjá þeim ferðamönnum sem hingað koma. Til samanburðar er sú þjóð sem kemur næst á eftir Pólverjum, Finnar, með 2,3 nætur.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Langminnsta neyslan á hverja gistinótt hjá Kínverjum (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar