Hagsjá

Samdráttur í neyslu í ágúst

Hertar samkomutakmarkanir í ágúst virðast hafa sett mark sitt á neyslu Íslendinga innanlands. Veltan jókst mun minna milli ára en undanfarna tvo mánuði.

16. september 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Seðlabanki Íslands birti í gær gögn um veltu innlendra greiðslukorta í ágúst. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 71,4 mö. kr. og jókst um 2% milli ára miðað við fast verðlag. Greiðslukortavelta Íslendinga erlendis nam 9,5 mö. kr. í ágúst, sem er samdráttur upp á 48% milli ára. Samanlagt nemur kortavelta Íslendinga í ágúst um 81 mö. kr. sem er rúmlega 8% minni velta en í ágúst í fyrra miðað við fast verðlag og fast gengi.
Aukningin í neyslu Íslendinga innanlands var mun minni í ágúst en á fyrri mánuðum sumarsins. Í júlí jókst kortaveltan um 12% að raunvirði milli ára og í júní um 17%. Hertar sóttvarnaraðgerðir tóku gildi í upphafi ágústmánaðar og mörgum samkomum var aflýst sem kann að vera skýringin á minni aukningu í neyslu. Áhrifin af hertum samkomutakmörkunum voru þó ekki jafn mikil og í fyrri bylgju faraldursins þegar neysla innanlands dróst saman um 13% milli ára í apríl, enda voru aðgerðir stjórnvalda innanlands mun mildari nú.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Samdráttur í neyslu í ágúst (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

5850a07d-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar