Vikubyrjun

Vikubyrjun 28. september

Skuldir heimilanna námu tæplega 79% af VLF í lok 2. ársfjórðungs og hækkaði um rúmar 2 prósentur milli ára. Aukin skuldsetning er fyrst og fremst vegna aukningar óverðtryggðra íbúðalána, en aðrar skuldar drógust saman.

28. september 2020  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á þriðjudag birtir Hagstofan septembermælingu vísitölu neysluverðs, við eigum von á 0,44% hækkun milli mánaða.
  • Á miðvikudag birtir Seðlabankinn Hagvísa.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan þjóðhagspá.

Mynd vikunnar

Samkvæmt fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabanka Íslands sem var birt í síðustu viku námu skuldir heimilanna tæplega 79% af VLF í lok 2. ársfjórðungs og hækkuðu um rúmar 2 prósentur milli ára. Aukin skuldsetning er fyrst og fremst vegna aukningar íbúðalána, en aðrar skuldar drógust saman. Einnig hafa uppgreiðslur íbúðalána aukist verulega, en til að mynda voru uppgreiðslur íbúðalána lífeyrissjóðanna í fyrsta skipti hærri en ný lán í júní og júlí. Megnið að nýjum íbúðalánum eru nú óverðtryggð með breytilegum vöxtum, enda greiðslubyrði þeirra við núverandi vaxtastig mjög hagkvæm.
Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 28. september 2020 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 28. september 2020 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 28. september 2020 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar