Vikubyrjun

Vikubyrjun 5. október

Verulega hefur hægt á hækkun leiguverðs á síðustu mánuðum. Líklegasta skýringin á þeirri þróun sem hefur átt sér stað á leigumarkaði er að framboðið hafi aukist hlutfallslega hratt á skömmum tíma þegar ferðamönnum tók að fækka og íbúðir sem nýttar voru til útleigu til ferðamanna hafi farið í almenna útleigu.

5. október 2020  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á þriðjudag birtir Icelandair Group flutningstölur fyrir september.
  • Á miðvikudag er vaxtaákvörðun. Við spáum óbreyttum vöxtum.

Mynd vikunnar

Verulega hefur hægt á hækkun leiguverðs á síðustu mánuðum. Líklegast skýringin á þeirri þróun sem hefur átt sér stað á leigumarkaði er að framboðið hafi aukist hlutfallslega hratt á skömmum tíma þegar ferðamönnum tók að fækka og íbúðir sem nýttar voru til útleigu til ferðamanna hafi farið í almenna útleigu. Til að mynda voru allt að 3.500 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu skráðar til útleigu á vef Airbnb þegar ferðamannastraumurinn stóð sem hæst. Sá fjöldi hefur dregist saman og í ágúst voru um 1.600 íbúðir skráðar á vef Airbnb. Nýtingin, mæld sem fjöldi bókana á mánuði, hefur dregist talsvert meira saman, eða allt að 88%. Sjá nánar í Hagsjá: Fækkun ferðamanna dregur úr verðþrýstingi á leigumarkaði.
Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 5. október 2020 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 5. október 2020 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 5. október 2020 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar