Vikubyrjun

Vikubyrjun 19. október

Greiðslukortavelta Íslendinga í verslunum hér á landi jókst um 7% milli ára í september, sé miðað við fast verðlag. Síðan í maí, þegar fyrsta bylgja faraldursins var að líða undir lok, hefur mælst stöðug aukning á kortaveltu Íslendinga innanlands samanborið við sama mánuð í fyrra.

19. október 2020  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á þriðjudag birtir Hagfræðideild nýja verðbólgu- og þjóðhagsspá, Þjóðskrá birtir vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og Marel birtir uppgjör fyrir 3. ársfj.
  • Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar og Origo birtir uppgjör fyrir 3. ársfj.
  • Á fimmtudag birtir VÍS uppgjör fyrir 3. ársfj.

Mynd vikunnar

Greiðslukortavelta Íslendinga í verslunum hér á landi jókst um 7% milli ára í september, miðað við fast verðlag. Síðan í maí, þegar fyrsta bylgja faraldursins var að líða undir lok, hefur mælst stöðug aukning á kortaveltu Íslendinga innanlands samanborið við sama mánuð í fyrra, enda lítið um utanlandsferðir og margir að bæta upp neyslu erlendis með aukinni neyslu innanlands. Sóttvarnaraðgerðir voru hertar verulega í byrjun október, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, og er líklegt að þess sjái merki í kortaveltu októbermánaðar, líkt og í fyrstu bylgju faraldursins. Hversu sterk áhrifin verða og hversu lengi þau vara á þó eftir að koma í ljós og fer eftir því hversu mikið fólk breytir neysluhegðun sinni.
Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 19. október 2020 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 19. október 2020 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 19. október 2020 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar