Hagsjá

Íbúðaverð heldur áfram að hækka

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1% milli mánaða í september og voru undirritaðir kaupsamningar 882 talsins. Hagfræðideild spáir áframhaldandi verðhækkunum.

21. október 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali um 1% milli ágúst og september. Verð á fjölbýli hækkaði um 1% og verð á sérbýli um 0,6%. 12 mánaða hækkun íbúðaverðs mælist nú 5,6% og hefur ekki verið hærri síðan í desember 2018. Verð annarra vara en húsnæðis hækkaði um 0,5% milli mánaða í september og hækkaði raunverð því einnig um 0,5% milli mánaða. Enn sem komið er eru hækkanir á raunverði mun hóflegri en nafnverðshækkanir enda þróast íbúðaverð í ágætu samræmi við verðlag annarra vara.
Hagfræðideild birti í gær nýja Þjóðhags- og verðbólguspá, sem meðal annars innifelur spá um þróun íbúðaverðs til næstu ára. Þar er gert ráð fyrir því að íbúðaverð hækki um 4,5% í ár og að jafnaði um 4% á ári út spátímann. Þetta er nokkuð hófleg spá í sögulegu samhengi, en þó nokkuð djörf í ljósi þess efnahagssamdráttar sem nú ríkir.

Hækkunin milli mánaða núna í september bendir til þess að markaðurinn sé ef eitthvað er, sterkari en spáin gerir ráð fyrir. Það er viðbúið að það lága vaxtastig sem við búum nú við muni áfram styðja við kraftmikinn fasteignamarkað þar sem viðskipti eru mörg og verð þokast upp á við.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Íbúðaverð heldur áfram að hækka (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar