Hagsjá

Næst mesta aukning atvinnuleysis hér á landi í þróuðum ríkjum

Efnahagsleg áhrif Covid-19-faraldursins munu koma harðar niður á íslenskum vinnumarkaði en víða annars staðar.

26. október 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um atvinnuleysi í þróuðum ríkjum gerir ráð fyrir því að hlutfallsleg aukning atvinnuleysis milli 2019 og 2020 verði næstmest hér á landi. AGS spáir því að atvinnuleysið hér á landi fari úr 3,6% árið 2019 og í 7,2% á þessu ári og tvöfaldist milli ára. AGS spáir því einnig að atvinnuleysið muni hjaðna hlutfallslega hraðast hér á landi í þessum löndum milli áranna 2020 og 2023 en sjóðurinn spáir 4% atvinnuleysi hér á landi árið 2023.
Þróuð ríki sem AGS spáir fyrir um eru 39 talsins og eru þar m.a. öll evrulöndin 19, Norðurlöndin, Bretland og Bandaríkin. Af þessum 39 löndum verður mesta aukning atvinnuleysis í Bandaríkjunum en sjóðurinn spáir 8,9% atvinnuleysi þar borið saman við 3,7% í fyrra. Aukningin nemur 142%. Þriðja mesta aukningin verður síðan Hong Kong þar sem gert er ráð fyrir að atvinnuleysið fari úr 3% í 5,2%. Ögn minni hlutfallsleg aukning á atvinnuleysi verður í Eistlandi, Kanada og Slóveníu.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Næst mesta aukning atvinnuleysis hér á landi í þróuðum ríkjum (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar