Vikubyrjun

Vikubyrjun 26. október

Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 8,5% á árinu 2020 vegna áhrifa af Covid-19. Deildin býst við því að samdráttarskeiðið verði tiltölulega stutt en efnahagsbatinn hins vegar hægur fyrst um sinn.

26. október 2020  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Í dag birtir Icelandair Group uppgjör.
  • Á þriðjudag birta Íslandsbanki og Síminn uppgjör.
  • Á miðvikudag birta Arion banki, Eik og Skeljungur uppgjör.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan októbermælingu vísitölu neysluverðs. Við spáum því að verðbólga verði óbreytt í 3,5%. Hagar, Landsbankinn, Sjóvá og TM birta uppgjör.

Mynd vikunnar

Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 8,5% á árinu 2020 vegna áhrifa af Covid-19. Deildin býst við því að samdráttarskeiðið verði tiltölulega stutt en efnahagsbatinn hins vegar hægur fyrst um sinn; að hagvöxtur mælist 3,4% á næsta ári og um 5% árin 2022 og 2023.
Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 26. október 2020 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 26. október 2020 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 26. október 2020 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar