Hagsjá

Spáum óbreyttum stýrivöxtum

Seðlabankinn hefur haldið stýrivöxtum sínum í 1% síðan í maí og við teljum að þeir verði áfram óbreyttir.

13. nóvember 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 1% við næstu vaxtaákvörðun þann 18. nóvember.


Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað vexti fjórum sinnum á þessu ári, alls um tvö prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, eru nú 1% og hafa aldrei verið lægri.

Gengi krónunnar svipað og þegar Seðlabankinn gaf síðast út verðbólguspá

Samfara vaxtaákvörðuninni koma út Peningamál með nýrri verðbólgu- og þjóðhagsspá. Gengi krónunnar er á svipuðum stað og það var í ágúst þegar síðasta verðbólguspá Seðlabankans leit dagsins ljós. Af þeim sökum er ólíklegt að verðbólguspá bankans muni breytast mikið.

Ólíklegt að vextir verði hækkaðir eða lækkaðir

Í síðustu yfirlýsingu nefndarinnar kom fram að áhrif aðgerða Seðlabankans á vormánuðum, þar á meðal lækkun vaxta, eigi enn eftir að koma fram að fullu. Þó enn sé nokkurt svigrúm til frekari vaxtalækkana hefur veiking krónunnar og aukning verðbólgu síðustu mánuði dregið verulega úr líkum á frekari vaxtalækkunum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Spáum óbreyttum stýrivöxtum (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar