Hagsjá

Áframhaldandi verðhækkanir á íbúðamarkaði

Ekkert lát virðist vera á hækkun íbúðaverðs og viðskipti mörg.

18. nóvember 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali um 0,9% milli september og október. Verð á fjölbýli hækkaði um 1,0% og verð á sérbýli um 0,7%. 12 mánaða hækkun íbúðaverðs mælist nú 6,0% og hefur ekki verið hærri síðan í apríl 2018. 12 mánaða hækkun sérbýlis er nokkuð hærri, eða 6,4%, og 12 mánaða hækkun fjölbýlis mælist 5,8%.
Það hefur vakið sérstaka athygli síðustu mánuði hve hratt sérbýli, það er að segja einbýlishús og raðhús, virðist hækka. Frá því í mars hefur sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 7,6% á meðan fjölbýli hefur hækkað um 4,1%. Eftirspurn virðist hafa aukist nokkuð meira eftir stærri eignum í kjölfar útbreiðslu Covid-19. Lítið hefur verið byggt af nýjum sérbýliseignum á síðustu árum á höfuðborgarsvæðinu og kunna þessir þættir að hafa skapað þrýsting til hækkunar verðlags.

Íbúðaviðskipti hafa tekið verulega við sér á síðustu mánuðum. Við greindum frá því í síðasta mánuði að undirritaðir hefðu verið hátt í 900 kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í september. Uppfærðar tölur frá Þjóðskrá gefa til kynna að þeir hafi verið mun fleiri, eða 971 talsins, sem er svipaður fjöldi og sást þegar mest var að gera á fasteignamarkaði um mitt ár 2007.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Áframhaldandi verðhækkanir á íbúðamarkaði (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

5850a07d-403d-11e5-af9c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar