Hagsjá

Stýrivextir óvænt lækkaðir

Seðlabankinn spáir meiri samdrætti á þessu ári og vöxturinn verður minni á næsta ári.

19. nóvember 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Peningastefnunefnd ákvað að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig í gær og eru meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, því orðnir 0,75%. Hafa þeir aldrei verið lægri. Seðlabankinn lækkaði vexti niður í 1% í vor og hafði haldið þeim þar þangað til nú.
Í yfirlýsingu nefndarinnar kom fram að nefndin telur mikla fjölgun Covid-19-smita á haustdögum og hertar sóttvarnir valda því að dregið hafi úr þeirri viðspyrnu í efnahagslífinu sem hófst á þriðja fjórðungi ársins, eftir sögulegan samdrátt á öðrum ársfjórðungi. Efnahagshorfur hafa því versnað og gerir nóvemberspá Peningamála ráð fyrir 8,5% samdrætti landsframleiðslu á þessu ári sem er ríflega 1 prósentustigi meiri samdráttur en Seðlabankinn spáði í ágúst. Einnig er spáð minni hagvexti á næsta ári.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Stýrivextir óvænt lækkaðir (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

No filter applied

Tengdar greinar