Hagsjá

Íbúðaverð nær óbreytt milli mánaða

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um einungis 0,1% milli mánaða í mars. Sérbýli lækkaði í verði.

22. apríl 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali um 0,1% milli febrúar og mars. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,7% en verð á sérbýli lækkaði um 1,8%. Talsvert flökt getur verið á verðþróun milli einstakra mánaða, sérstaklega á sérbýli, og því ekki óalgengt að það mælist af og til lækkun. Lækkunin nú er þó sú mesta sem hefur mælst milli mánaða síðan í ágúst 2014.
12 mánaða hækkun íbúðaverðs mælist nú 3,6% og lækkar miðað við stöðuna í febrúar. Árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis mældist 1,8% í mars og hefur raunverð íbúða því hækkað um 1,8% horft 12 mánuði aftur í tímann og mælist 0,1 prósentustigi ofar hækkuninni í febrúar. Síðustu misseri hefur þróun íbúðaverðs verið með afar rólegum hætti og hækkanir í auknum mæli verið í takt við hækkanir á verðlagi annarra vara, með þeim afleiðingum að raunverðshækkanir eru nú minni en oft áður.

Viðskipti með íbúðarhúsnæði voru býsna mörg í mars og bendir ýmislegt til þess að staðan sé nokkuð góð á íbúðamarkaði. Vextir á íbúðalánum hafa víða lækkað og kaupmáttur hefur aukist. Allt frá því í febrúar 2019 hefur 12 mánaða hækkun kaupmáttar launa mælst ofar hækkun raunverðs íbúða. Það er því margt sem bendir til þess að íbúðakaup séu nokkuð hagstæð á þessari stundu. Á móti kemur þó að óvissa er afar mikil.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Íbúðaverð nær óbreytt milli mánaða (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

0a98c3b6-8483-11ea-9115-005056be2922

No filter applied

Tengdar greinar