Hagsjá

Íbúðaverð hækkar milli mánaða

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% milli mánaða í maí og er um talsvert meiri hækkun að ræða en á síðustu mánuðum. Lægri vextir kunna að hafa ýtt undir eftirspurn eftir húsnæði.

19. júní 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali um 0,8% milli apríl og maí. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,9% en verð á sérbýli hækkaði um 0,6%. Þetta er mesta hækkun sem hefur mælst milli mánaða síðan í nóvember 2018 þegar íbúðaverð hækkaði um 1%. Vextir á íbúðalánum hafa lækkað upp á síðkastið sem kann að hafa aukið svigrúm fólks til íbúðakaupa.
Raunverð íbúða helst nokkuð óbreytt milli mánaða þar sem verð annarra vara en húsnæðis hækkaði með svipuðu móti, eða um 0,9%, milli apríl og maí samkvæmt vísitölu neysluverðs. Sé litið til 12 mánaða breytingar á íbúðaverði hefur nafnverð nú hækkað um 3,8% og raunverð 1,2%. Breytingar á raunverði íbúða hafa verið afar hóflegar síðustu mánuði, sérstaklega ef litið er á samhengi þess við aðrar undirliggjandi stærðir sem stýra kaupgetu, svo sem kaupmátt launa.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Íbúðaverð hækkar milli mánaða (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

0cb4bf36-b214-11ea-9115-005056be2922

No filter applied

Tengdar greinar