Hagsjá

Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu í fyrsta sinn meiri en sjávarútvegs

Mikill vöxtur ferðaþjónustunnar á síðustu árum hefur leitt til þess að greinin mælist nú í fyrsta skiptið stærri en sjávarútvegur mæld sem hlutfall af landsframleiðslu

22. júní 2018  |  Hagfræðideild

Samantekt

Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu var 8,1% árið 2016. Hlutur greinarinnar hefur aukist hratt á síðustu árum samfara miklum vexti í greininni. Til samanburðar var hlutur greinarinnar 3,5% árið 2009 og hefur hækkað á hverju ári síðan. Bráðabirgðatölur um hlut ferðaþjónustunnar í landsframleiðslu fyrir árið 2017 verða birtar 20. júlí næstkomandi en útfrá vexti greinarinnar á síðasta ári, sem var vel umfram hagvöxt, má gera ráð fyrir að hlutur greinarinnar í landsframleiðslu hafi verið umtalsvert meiri í fyrra en árið 2016.Fyrsta skiptið yfir sjávarútvegi

Hlutur ferðaþjónustu fór árið 2016 í fyrsta skiptið upp fyrir hlut fiskveiða og -vinnslu í landsframleiðslu. Hlutur fiskveiða í landsframleiðslu nam 4,6% en hlutur fiskvinnslu 2,6% og samanlagður hlutur greinanna tveggja var því 7,2%.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu í fyrsta sinn meiri en sjávarútvegs (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

1d0cfbe9-760b-11e8-8833-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar