Hagsjá

Útflutningsverðmæti sjávarafurða aldrei meira í erlendri mynt

Vegna sjómannaverkfallsins árið 2017 jókst útflutningsverðmæti sjávarafurða verulega milli áranna 2017 og 2018.

7. febrúar 2019  |  Hagfræðideild

Samantekt

Á föstu meðalgengi ársins nam útflutningsverðmæti sjávarafurða 239,6 ma. kr. á síðasta ári og jókst það um 34,5 ma. kr. milli ára eða 16,8%. Útflutningsverðmæti sjávarafurða á föstu nafngengi hefur ekki áður mælst jafn mikið ef horft er allt aftur til ársins 1961. Næstmesta útflutningsverðmætið var árið 2015 en uppfrá því ári tók krónan að styrkjast verulega og lækkaði útflutningsverðmætið mælt í krónum töluvert. Gengisvísitala krónunnar var 167 stig að meðaltali á síðasta ári borið saman við 160 stig árið 2017 og var þetta í fyrsta skiptið síðan árið 2012 að gengi krónunnar veiktist milli ára.Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Útflutningsverðmæti sjávarafurða aldrei meira í erlendri mynt (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

2684ac20-2abe-11e9-b02e-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar