Hagsjá

Kortavelta Íslendinga innanlands jókst í september

Kortavelta Íslendinga var talsverð í september og jókst um 7% milli ára að raunvirði. Fjölgun veirusmita virðist ekki hafa haft mikil áhrif á neysluvenjur fólks í mánuðinum.

16. október 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Seðlabanki Íslands birti fyrr í vikunni gögn um veltu innlendra greiðslukorta í september. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 69 mö.kr. og jókst um 7% milli ára miðað við fast verðlag. Þetta er nokkur meiri aukning en mældist í ágúst þegar veltan jókst um 2%, sem var minni aukning en mældist á fyrri mánuðum sumars.

Önnur bylgja Covid-19-faraldursins virðist því hafa haft einhver áhrif á neysluvenjur ágústmánaðar, en þau áhrif svo fjarað út þegar leið á september, þrátt fyrir talsverða fjölgun smita þegar leið á mánuðinn.
Síðan í maí, þegar fyrsta bylgja faraldursins var að líða undir lok, hefur mælst stöðug aukning á kortaveltu Íslendinga innanlands samanborið við sama mánuð í fyrra, enda lítið um utanlandsferðir og margir að bæta upp neyslu erlendis með aukinni neyslu innanlands. Greiðslukortavelta Íslendinga erlendis nam tæpum 9 mö. kr. í september, sem er samdráttur upp á 53% milli ára.

Sóttvarnaraðgerðir voru hertar verulega í byrjun október, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, og er líklegt að þess sjáist merki í kortaveltu októbermánaðar, líkt og í fyrstu bylgju faraldursins. Hversu sterk áhrifin verða og hversu lengi þau vara, á þó eftir að koma í ljós og fer eftir því hversu mikið fólk breytir neysluhegðun sinni.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Kortavelta Íslendinga innanlands jókst í september (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

319351b1-0f8d-11eb-9118-005056be2922

No filter applied

Tengdar greinar