Hagsjá

Metsamdráttur landsframleiðslu á öðrum fjórðungi

Fordæmalaus áhrif Covid-19-faraldursins hafa mikil áhrif á hagkerfi heimsins.

31. ágúst 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Samkvæmt bráðabirgðamati Hagstofu Íslands dróst landsframleiðslan saman um 9,3% á öðrum ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta er metsamdráttur landsframleiðslu á fjórðungi frá því byrjað var að birta ársfjórðungsleg uppgjör landsframleiðslu árið 1995. Til samanburðar var næstmesti samdrátturinn sem mælst hefur á fjórða ársfjórðungi 2009 þegar hann nam 8,7%. Þetta er þó minni samdráttur en reiknað var með, en Seðlabanki Íslands spáði nýlega tæplega 11% samdrætti á fjórðungnum.

Þjóðhagsreikningarnir á öðrum fjórðungi litast öðru fremur af beinum og óbeinum áhrifum Covid-19-faraldursins sem hefur haft fordæmalaus áhrif á hagkerfi heimsins. Samdráttinn á öðrum fjórðungi má fyrst og fremst rekja til mikils samdráttar í útflutningi en framlag hans til hagvaxtar var neikvætt um 15,5%. Þann samdrátt má síðan aftur rekja til mikils samdráttar í ferðaþjónustu en ferðatakmarkanir drógu gríðarlega mikið úr komum erlendra ferðamanna hingað til lands. Á móti þessu vó mikill samdráttur innflutnings en framlag hans til hagvaxtar var jákvætt um 12,2%. Framlag einkaneyslu var neikvætt um 4,4% og framlag fjármunamyndunar var neikvætt um 3,6%. Framlag samneyslu var síðan lítillega jákvætt eða 0,6%.
Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Metsamdráttur landsframleiðslu á öðrum fjórðungi (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

3db41984-eb91-11ea-9115-005056be2922

No filter applied

Tengdar greinar