Hagsjá

Samdráttur landsframleiðslu á fyrsta ársfjórðungi

Efnahagsleg áhrif Covid-19 voru fremur lítil á fyrsta ársfjórðungi.

29. maí 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Samkvæmt bráðabirgðamati Hagstofu Íslands dróst landsframleiðslan saman um 1,2% á fyrsta ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta er fyrsti samdráttur hagkerfisins síðan á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Að þessu sinni er samdrátturinn eingöngu til kominn vegna mikils samdráttar í útflutningi, um 17,2% milli ára. Framlag hans til hagvaxtar var neikvætt um 7,2%. Það sem helst hífir hagvöxtinn upp að þessu sinni var samdráttur í innflutningi en hann nam 10,2% og var framlag hans til hagvaxtar jákvætt um 3,3%.
Fyrsti fjórðungur gefur ekki góða mynd af því sem koma skal

Hér er rétt að benda á að niðurstaða fjórðungsins gefur ekki góða mynd af því sem flestir spáaðilar gera ráð fyrir að verði niðurstaðan fyrir árið í heild. Ástæðan er sú að efnahagslegra áhrifa Covid-19 fer ekki að gæta fyrr en seinni hluta marsmánaðar. Flestir spáaðilar gera ráð fyrir miklum samdrætti á þessu ári sögulega séð og mun meiri samdrætti en kom fram á fyrsta fjórðungi.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Samdráttur landsframleiðslu á fyrsta ársfjórðungi (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

5173d4fe-a1a5-11ea-9115-005056be2922

No filter applied

Tengdar greinar