Hagsjá

Byrði húsnæðiskostnaðar lækkar að mati fólks

Hlutfallslega færri nú en áður telja sig búa við þunga byrði húsnæðiskostnaðar. Útreikningar benda þó til þess að staðan sé nokkurn veginn óbreytt. Kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna og hraðari eignamyndun húsnæðiseigenda gæti gert það að verkum að húsnæðiskostnaður virki ekki jafn íþyngjandi.

11. desember 2019  |  Hagfræðideild

Samantekt

Nýbirt gögn úr lífskjararannsókn Hagstofu Íslands benda til þess að um 15% heimila töldu sig búa við þunga byrði húsnæðiskostnaðar í fyrra og hefur það hlutfall lækkað stöðugt frá 2011 þegar það mældist 32%. Upplifun fólks af stöðu mála á húsnæðismarkaði hefur því batnað talsvert.

Á sama tíma benda útreikningar Hagstofunnar til þess að hlutfallið sem býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað sé nokkurn veginn óbreytt. Um 12% heimila verja 40% eða meiru af ráðstöfunartekjum í húsnæði og hefur það hlutfall haldist nær stöðugt síðustu ár.
Það að upplifun fólks af húsnæðisbyrði lækkar meira en reiknuð byrði samkvæmt þeim liðum sem teljast til húsnæðiskostnaðar gæti verið afleiðing þess að kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist síðustu ár. Þetta gerir það að verkum að það sem til skiptanna er eftir að búið er að greiða fyrir húsnæði dugir fólki nú betur en áður og byrðin sem fylgir því að greiða fyrir húsnæði virkar þar af leiðandi minni.

Húsnæðisverð hefur hækkað nokkuð síðustu ár og eignamyndum því verið hröð hjá húsnæðiseigendum sem gæti gert það að verkum að þeir upplifi byrði húsnæðiskostnaðar lækka hraðar en leigjendur sem hafa ekki notið sömu eignamyndunar.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Byrði húsnæðiskostnaðar lækkar að mati fólks (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

56fefd10-1bfb-11ea-910f-005056be2922

No filter applied

Tengdar greinar