Hagsjá

Mesti samdráttur gistinátta á Suðvesturhorninu

Brotthvarf erlendra ferðamanna vegna Covid-19 hefur komið mishart niður á svæðum landsins.

15. júlí 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Mesti hlutfallslegi samdrátturinn í gistinóttum í apríl og maí var á höfuðborgarsvæðinu sé litið til sama tímabils árið áður. Það er því það landsvæði sem fékk mesta höggið. Samdrátturinn þar nam 96,3% en hann lá á bilinu 74,6-93,3% á öðrum svæðum landsins.

Utan höfuðborgarsvæðisins var samdrátturinn mestur á Suðurnesjum, 93,3% en þar á eftir kom Suðurland með 88,7% samdrátt. Minnstur var samdrátturinn á Vesturlandi og Vestfjörðum, 74,6% og næst minnstur á Norðurlandi, 82,3%. Samdrátturinn hefur því komið harðast niður á Suðvesturhorninu.
Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Mesti samdráttur gistinátta á Suðvesturhorninu (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

57c41010-c685-11ea-9115-005056be2922

No filter applied

Tengdar greinar