Hagsjá

Verð íslenskra sjávarafurða lækkaði á öðrum ársfjórðungi

Covid-19 faraldurinn hefur haft ýmiss áhrif á útflutning landsins.

25. ágúst 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Verð íslenskra sjávarafurða mælt í erlendri mynt hefur verið í hækkunarfasa undanfarin misseri. Það breyttist nú á öðrum ársfjórðungi þegar verðið lækkaði um 5% milli fyrsta og annars ársfjórðungs. Síðast lækkaði verðið milli annars og þriðja ársfjórðungs árið 2017. Þetta er því fyrsta verðlækkunin eftir samfellda verðhækkun 10 ársfjórðunga í röð. Verð sjávarafurða er nú ögn hærra en það var á fyrsta ársfjórðungi í fyrra.

Covid-19-faraldurinn hefur haft töluverð áhrif á verð og sölu á íslenskum sjávarafurðum erlendis. Lokun veitingastaða hafði mikil áhrif á eftirspurn eftir ferskum fiski en útflutningsverð á ferskum þorski er umtalsvert hærra en á frystum eða söltuðum. Einnig hafa orðið tafir á greiðslum og afpantanir á sjávarafurðum. Kaupendur hafa jafnframt þrýst á um verðlækkanir. Þessu til viðbótar hefur mun minni flugumferð haft áhrif á flutning á ferskum fiski á erlenda markaði. Jafnvel þó að búið sé að opna mikið af veitingastöðum í Evrópu á ný gæti reynst erfiðara en áður að koma ferskum fiski til þeirra á meðan tíðni flugs og fjöldi áfangastaða er jafn lítill og raun ber vitni.
Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Verð íslenskra sjávarafurða lækkaði á öðrum ársfjórðungi (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

733ccd2a-e6b8-11ea-9115-005056be2922

No filter applied

Tengdar greinar