Vikubyrjun

Vikubyrjun 28. ágúst 2017

Seðlabankinn hefur lækkað hagvaxtarspá sína fyrir árið 2017 um rúmt eitt prósentustig. Skýrist það aðallega af minna framlagi utanríkisviðskipta þar sem horfur eru á hægari vexti í þjónustuútflutningi og hraðari vexti innflutnings.

28. ágúst 2017  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á mánudag birtir Seðlabankinn Efnahagsyfirlit annarra fjármálafyrirtækja og stöðu markaðsverðbréfa í lok júlí.
  • Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs í ágúst á miðvikudag.
  • Á miðvikudag birta Eik, Fjarskipti og HB Grandi uppgjör fyrir 2. ársfjórðung.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan gistinætur og gestakomur á hótelum í júlí, vísitölu framleiðsluverðs í júlí og vöruviðskipti á tímabilinu janúar-júlí.
  • Á föstudag birtir Hagstofan bráðabirgðatölur fyrir vöru- og þjónustuviðskipti á 2. fjórðungi ársins, endurskoðaðar tölur fyrir þjónustuviðskipti á síðasta ári og verð- og magnvísitölur út- og innflutnings 2001-2017.

Mynd vikunnar

Á miðvikudag var vaxtaákvörðunarfundur í Seðlabankanum. Peningastefnunefnd hélt vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5%. Ákvörðunin var í samræmi við spár bankanna þriggja. Á sama tíma kom út ritið Peningamál 2017/3 sem inniheldur m.a. uppfærða verðbólgu- og hagvaxtarspá bankans.

Seðlabankinn hefur lækkað hagvaxtarspá sína fyrir árið 2017 um rúmt eitt prósentustig. Skýrist það aðallega af minna framlagi utanríkisviðskipta þar sem horfur eru á hægari vexti í þjónustuútflutningi og hraðari vexti innflutnings. Bankinn hækkaði aftur spá sína um einkaneyslu og fjárfestingu fyrir þetta ár. Breytingar á spám um hagvöxt á næsta og þarnæsta ári voru lítilsháttar. Verðbólguhorfur eru að mestu svipaðar og í spánni frá því í maí, að mati bankans.

Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 28. ágúst 2017

Innlendar markaðsupplýsingar 28. ágúst 2017

Erlendar markaðsupplýsingar 28. ágúst 2017

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

761eefee-8bcf-11e7-96dd-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar