Hagsjá

Íbúðamarkaður færist í eðlilegra horf

Þinglýstir kaupsamningar vegna íbúðarhúsnæðis voru talsvert fleiri í maí en í apríl þó það mælist enn samdráttur milli ára. Vísbendingar eru um að íbúðamarkaður sé hægt og rólega að komast í eðlilegra horf eftir samkomubann. Sums staðar mældist aukning í þinglýsingum milli ára, t.a.m. í Garðabæ og á Akureyri.

15. júní 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár var 467 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í maí og voru þinglýsingar 21% færri en í maí fyrir ári síðan, þegar 591 kaupsamningum var þinglýst. Þó þetta sé vissulega samdráttur frá maímánuði í fyrra er um talsverða aukningu að ræða frá aprílmánuði þessa árs, þegar einungis 275 samningum var þinglýst.

Tilslakanir á samkomubanni, sem tóku gildi í maímánuði, virðast því hafa haft jákvæð áhrif á fasteignamarkaðinn og má segja að viðskipti séu að komast í eðlilegra horf, enda aðstæður til fasteignakaupa að mörgu leyti góðar um þessar mundir. Hagstæðari vaxtakjör fást nú en oft áður og hækkanir á íbúðaverði hafa verið afar hóflegar.




Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Íbúðamarkaður færist í eðlilegra horf (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

798ec955-af0c-11ea-9115-005056be2922

No filter applied

Tengdar greinar