Hagsjá

Mikill samdráttur í utanríkisviðskiptum á öðrum ársfjórðungi

Segja má að ákveðinn varnarsigur hafi náðst á öðrum ársfjórðungi þegar mældist lítill halli á vöru- og þjónustuviðskiptum.

27. ágúst 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Útflutningur vöru og þjónustu nam 215,6 mö.kr. á öðrum fjórðungi ársins borið saman við 329 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Hann dróst því saman um 113,5 ma.kr., eða rúman þriðjung milli ára. Innflutningur vöru og þjónustu nam 221 mö.kr. á öðrum fjórðungi borið saman við 320,2 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Hann dróst því saman um 99,3 ma.kr., eða 31%. Halli af vöru- og þjónustuviðskiptum nam því 5,4 mö.kr. borið saman við 8,8 ma.kr. afgang á sama tíma í fyrra.
Varnarsigur þrátt fyrir viðsnúning úr afgangi í halla

Þrátt fyrir að afgangur síðasta árs hafi breyst í halla nú verður að telja um töluverðan varnarsigur að ræða. Útflutningur dróst mikið saman milli ára vegna Covid-19-faraldursins en mikill samdráttur innflutnings á sama tíma dró verulega úr neikvæðum áhrifum faraldursins á utanríkisviðskiptin á fjórðungnum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Mikill samdráttur í utanríkisviðskiptum á öðrum ársfjórðungi (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

7d80a716-e863-11ea-9115-005056be2922

No filter applied

Tengdar greinar