Vikubyrjun

Vikubyrjun 19. mars 2018

Eiginfjárhlutfall íslensks sjávarútvegs nam rúmum 40% í árslok 2016. Þetta er hæsta hlutfall sem mælst hefur frá því Hagstofan hóf að safna gögnum um rekstrartölur sjávarútvegsins árið 1997.

19. mars 2018  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á morgun birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan vísitölu launa og niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn sinni, (hvort tveggja fyrir febrúar).

Mynd vikunnar

Eiginfjárhlutfall íslensks sjávarútvegs nam rúmlega 40% í árslok 2016. Þetta er hæsta hlutfall sem mælst hefur frá því Hagstofan hóf að safna gögnum um rekstrartölur sjávarútvegsins árið 1997. Á árunum 1997 til 2007 var eiginfjárhlutfallið fremur stöðugt. Árið 2008 urðu hins vegar mikil umskipti vegna mikillar veikingar krónunnar og varð eiginfjárhlutfallið þá neikvætt. Þessi mikla breyting skýrist af því að íslenskur sjávarútvegur hefur lengi vel verið að mestu leyti fjármagnaður í erlendri mynt, enda eru tekjur greinarinnar að mestu leyti í erlendum myntum. Síðan 2008 hefur leiðin legið stöðugt upp á við.


Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 19. mars 2018 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 19. mars 2018 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 19. mars 2018 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

8bf7a102-2b5c-11e8-8924-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar