Vikubyrjun

Vikubyrjun 21. ágúst 2017

Gengisvísitala krónu hefur hækkað um 11,9% frá síðasta fundi peningastefnunefndar um miðjan júní. Um er að ræða mestu gengislækkun krónu milli funda frá því nefndin tók til starfa um vorið 2009.

21. ágúst 2017  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á mánudag verður vísitala byggingarkostnaðar birt hjá Hagstofunni.
  • Á þriðjudag birtir Hagstofan vísitölu launa og vísitölu kaupmáttar launa í júlí.
  • Á miðvikudag er vaxtaákvörðunarfundur Seðlabanka Íslands og útgáfa Peningamála.

Mynd vikunnar

Í næstu viku er vaxtaákvörðunarfundur í Seðlabankanum. Við gerum ráð fyrir að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum. Ákvörðunin mun byggja á uppfærðri verðbólgu- og þjóðhagsspá samfara útgáfu nýrra Peningamála.

Gengisvísitala krónu hefur hækkað um 11,9% frá síðasta fundi nefndarinnar um miðjan júní. Um er að ræða mestu gengislækkun krónu milli funda frá því nefndin tók til starfa um vorið 2009. Auk verulegrar veikingar gengis krónu, hafa miklar sveiflur einkennt gengi krónu frá því fjármagnshöftin voru afnumin að miklu leyti um miðjan mars. Því má segja að peningastefnunefndin standi að nokkru leyti frammi fyrir nýrri áskorun við stjórn peningamála.

Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 21. ágúst 2017

Innlendar markaðsupplýsingar 21. ágúst 2017

Erlendar markaðsupplýsingar 21. ágúst 2017

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

8c8e065a-8644-11e7-a50c-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar