Vikubyrjun

Vikubyrjun 8. október

Hægt hefur á greiðslukortaveltu einstaklinga bæði innanlands og erlendis undanfarna ársfjórðunga. Ef skoðuð er veltan innanlands stefnir í samdrátt á þriðja ársfjórðungi í ár í fyrsta sinn frá því á öðrum ársfjórðungi 2013.

8. október 2018  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á þriðjudag birta Lánamál ríkisins markaðsupplýsingar.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan fjármálareikninga (bráðabirgðatölur) fyrir 2007-2017.
  • Á föstudag er seinasti verðsöfnunardagur fyrir vísitölu neysluverðs hjá Hagstofunni.

Mynd vikunnar

Aukning á debet- og kreditkortaveltu milli ára fór vaxandi frá seinni helmingi ársins 2013 og fram á mitt ár 2017. Frá þeim tíma hefur hægst á aukningunni og útlit er fyrir að veltan innanlands muni dragast saman milli ára á þriðja ársfjórðungi í ár. Það yrði í fyrsta sinn í tæp 5 ár sem slíkt gerðist en ekki hefur verið samdráttur milli ára frá því á fyrsta ársfjórðungi 2013. Þá dróst veltan innanlands saman um 5%. Þrátt fyrir samdrátt í veltu innanlands er útlit fyrir að heildarveltan innan- og utanlands haldi áfram að aukast á þriðja ársfjórðungi þó einnig hafi verulega hægt á vexti hennar.

Mynd vikunnar

Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 8. október 2018 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 8. október 2018 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 8. október 2018 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

9847f6cc-cae7-11e8-82a4-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar