Hagsjá

Neysla dregst minna saman í þriðju bylgju faraldursins

Í október dróst kortavelta mun minna saman en í fyrstu bylgju faraldursins. Minni óvissa um áhrif og framþróun faraldursins kann að hafa ýtt undir neysluvilja fólks, sem var þó litaður af samkomutakmörkunum.

16. nóvember 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Seðlabanki Íslands birti á föstudag gögn um veltu innlendra greiðslukorta í október. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 67 mö.kr. og var nær óbreytt frá því í október í fyrra, dróst einungis saman um 0,3% miðað við fast verðlag. Kortavelta erlendis nam alls 9,4 mö.kr. og dróst saman um 52% milli ára miðað við fast gengi.
Samanlagt dróst kortavelta saman um 12% milli ára í október miðað við fast gengi og fast verðlag. Þetta er nokkuð meiri samdráttur en á allra síðustu mánuðum, og má helst rekja til kraftminni neyslu innanlands. Sú niðurstaða kemur ekki á óvart þar sem sóttvarnaraðgerðir voru hertar verulega í október frá því sem var í sumar. Í raun hefði mátt gera ráð fyrir mun meiri samdrætti í kortaveltu miðað við umfang sóttvarnaaðgerða og reynslu okkar af fyrstu bylgju faraldursins.

Í fyrstu bylgju dróst mánaðarleg kortavelta saman um allt að 26% milli ára, 13% innanlands og 68% erlendis. Þá var staðan að mörgu leyti önnur en nú, þar sem óvissa var meiri. Hversu lengi og með hvaða hætti faraldurinn myndi koma til með að hafa áhrif á líf okkar var ekki vitað. Nú er komin meiri reynsla á faraldurinn og benda flestar spár til þess að land muni, innan tíðar, rísa á ný. Það kann að hafa þau áhrif að faraldurinn dragi minna úr neyslu fólks nú, samanborið við stöðuna í fyrstu bylgju. Framundan er þó jólavertíðin, sem jafnan fylgir mikil neysla, og því óvíst hvernig þriðja bylgjan útleggst næstu tvo mánuði.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Neysla dregst minna saman í þriðju bylgju faraldursins (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

9a4b9eb1-27eb-11eb-9119-005056be2922

No filter applied

Tengdar greinar