Vikubyrjun

Vikubyrjun 7. ágúst 2018

Hagstofa Íslands birti tölur um vöruviðskipti við útlönd í síðustu viku. Fimmta árið í röð var vöruskiptahalli á fyrstu sex mánuðum ársins. Þó hallinn hafi dregist lítillega saman m.v. sama tíma í fyrra er hann engu að síður mikill, í sögulegu ljósi. Vöruútflutningur jókst um 18% og var 244 ma.kr. á meðan vöruinnflutningur jókst um 12,1% og var 370 ma.kr.

7. ágúst 2018  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Í dag birtir Hagstofan bráðabirgðatölur um vöruviðskipti við útlönd í júlí.
  • Í dag birtir Seðlabankinn tölur um gjaldeyrismarkað, raungengi og krónumarkað.
  • Á morgun birtir Þjóðskrá tölur um fasteignamarkaðinn í júlí.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan tölur um vinnumarkaðinn, bæði fyrir júní sem og fyrir 2. ársfjórðung.
  • Á föstudag birtir Seðlabankinn tölur um gjaldeyrisforðann í júlí.

Mynd vikunnar

Vöruinnflutningur jókst um 40 ma.kr. á fyrri hluta þessa árs frá sama tíma í fyrra. Stór hluti aukningarinnar er til kominn vegna aukins innflutnings á olíutengdum afurðum. Innflutningur á eldsneyti og smurolíu jókst um 16,1 ma.kr. milli tímabila. Hækkun á heimsmarkaðsverði á olíu skýrir að miklu leyti hækkun innflutningsverðmætis milli ára en meðalverð á fatinu var 70,7 Bandaríkjadalir á fyrri hluta þessa árs samanborið við 51,6 Bandaríkjadali á sama tímabili í fyrra. Frekar var fjallað um vöruskiptajöfnuð fyrri helmings ársins í Hagsjá í síðustu viku.


Mynd vikunnar

Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 7. ágúst 2018 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 7. ágúst 2018 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 7. ágúst 2018 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

9f846826-9a2b-11e8-aee4-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar