Hagsjá

Spáum óbreyttum stýrivöxtum

Lítið hefur gerst frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi í ágúst sem kallar á vaxtabreytingu nú.

1. október 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 1% við næstu vaxtaákvörðun þann 7. október.

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur fjórum sinnum á þessu ári lækkað vexti, alls um tvö prósentustig. Í febrúar ákvað nefndin að lækka vexti um 0,25 prósentustig. Þegar efnahagsleg áhrif Covid-faraldursins fóru að koma betur í ljós voru vextir lækkaðir tvívegis með einnar viku millibili um miðjan marsmánuð, um 0,5 prósentustig í hvort skiptið. Síðasta vaxtalækkun nefndarinnar var 20. maí. Ákvörðunin þá var að lækka vexti um 0,75 prósentustig og eru meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, nú 1%. Þeir hafa ekki áður verið lægri.
Helsta þróun frá síðasta fundi

Þrátt fyrir að stutt sé frá síðasta fundi nefndarinnar hefur ýmislegt gerst í millitíðinni.

Í kjölfar tiltölulega hóflegrar seinni bylgju Covid- faraldursins í ágúst skall á þriðja bylgja faraldursins í september sem útlit er fyrir að sé mun alvarlegri en bylgja tvö. Þrátt fyrir að ekki hafi enn verið gripið til eins víðtækra sóttvarnarráðstafanna og í fyrstu bylgjunni er útlit fyrir að efnahagsleg áhrif þriðju bylgjunnar geti orðið töluverð. Að öðru óbreyttu hefði þessi þróun e.t.v. kallað á frekari lækkun stýrivaxta.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Spáum óbreyttum stýrivöxtum (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

abd36388-03ce-11eb-9117-005056be2922

No filter applied

Tengdar greinar