Vikubyrjun

Vikubyrjun 21. janúar

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði einungis um 6,2% milli 2017 og 2018. Það er minnsta hækkun sem við höfum séð frá árinu 2011 og mikil breyting frá árinu áður þegar fasteignaverð hækkaði um 18,9%.

21. janúar 2019  |  Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Í dag birtir Hagstofan vísitölu byggingarkostnaðar.
  • Á miðvikudag birtir Hagstofan mánaðarlega launavísitölu.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan niðurstöður úr mánaðarlegri vinnumarkaðsrannsókn sinni.
  • Á föstudag er fyrirhugað útboð ríkisbréfa.

Mynd vikunnar

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði einungis um 6,2% milli ára í fyrra. Það er minnsta hækkun sem við höfum séð frá árinu 2011 og mikil breyting frá árinu áður þegar fasteignaverð hækkaði um 18,9%. Verð á fjölbýli hækkaði um 5,4% milli 2017 og 2018 og verð á sérbýli hækkaði um 7,9%. Markaðurinn fór rólega af stað á árinu og við höfðum spáð 4,3% hækkun miðað við stöðuna þá. Verðhækkanir urðu meiri seinni hluta ársins og því er spá okkar töluvert undir raunverulegri hækkun.Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 21. janúar 2019 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 21. janúar 2019 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 21. janúar 2019 (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara

c6a054bf-1b36-11e9-b02e-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar