Hagsjá

Kortavelta innanlands jókst í maí

Í maí varð viðsnúningur á neyslu landsmanna innanlands eftir samdrátt síðustu mánaða. Kortavelta í verslunum jókst um 3,3% milli ára miðað við fast verðlag. Erlendis dróst kortavelta Íslendinga hins vegar saman um 63,3%.

18. júní 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Seðlabanki Íslands birti nýverið gögn um veltu innlendra greiðslukorta í maí. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 72 mö.kr. og jókst um 3,3% milli ára miðað við fast verðlag, sem er talsverð breyting frá síðustu mánuðum þegar samkomubann stóð sem hæst og óvissa varðandi útbreiðslu Covid-19 var mikil. Þá mældist samdráttur upp á tæp 13% milli ára í apríl og 7% í mars.

Staðan virðist hafa breyst nokkuð í maí þar sem landsmenn hafa fengið fleiri tækifæri til þess að kaupa vörur og þjónustu sem ekki voru jafn aðgengileg þegar samkomubann var í gildi. Bjartsýni hefur einnig aukist meðal landsmanna, en væntingavísitala Gallup, sem mælir viðhorf almennings til efnahags- og atvinnuástands hækkaði milli mánaða í maí eftir stöðuga lækkun frá áramótum og kann það meðal annars að endurspeglast í aukinni verslunargleði landsmanna.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Kortavelta innanlands jókst í maí (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

dc73c842-b141-11ea-9115-005056be2922

No filter applied

Tengdar greinar