Hagsjá

Mjög hefur dregið úr eftirspurn eftir ferskum sjávarafurðum

Margir veitingastaðir sem selja íslenskan fisk eru lokaðir um þessar mundir sem hefur sett strik í rekstur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja.

28. apríl 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Stór hluti veitingastaða víða um heim er lokaður þessa dagana vegna Covid-19 og hefur það dregið mjög mikið úr eftirspurn eftir ferskum fiski frá Íslandi en veitingastaðir hafa verið stór kaupandi af ferskum fiski frá Íslandi á síðustu árum. Þetta hefur sett strik í rekstur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja en umtalsverður hluti af íslenskum botnfiski er fluttur út ferskur.
Heildarútflutningsverðmæti ferskafurða nam 60,3 mö.kr. árið 2018. Langverðmætasta fisktegundin í ferskum afurðum er þorskur en útflutningsverðmætið af ferskum þorski nam 39,4 mö.kr. sama ár sem gerir um 65% af öllum útflutningi á ferskum afurðum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Mjög hefur dregið úr eftirspurn eftir ferskum sjávarafurðum (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

e194a6a2-8932-11ea-9115-005056be2922

No filter applied

Tengdar greinar