Hagsjá

Verð íslenskra sjávarafurða í sögulegu hámarki

Styrking á gengi krónunnar hefur þrengt töluvert mikið að rekstri íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem eiga nær allt tekjustreymi sitt undir útflutningi á sjávarafurðum. Verð á íslenskum sjávarafurðum í erlendri mynt hefur farið hækkandi á sama tíma og hefur það mildað höggið sem gengisþróunin veldur.

16. október 2017  |  Hagfræðideild

SamantektVerðlag íslenskra sjávarafurða í erlendri mynt hefur haldið áfram að hækka á þessu ári og var í sumar hærra en það hefur áður mælst. Verðið náði tímabundnu hámarki í kringum áramótin 2011 og 2012. Uppfrá því tók það að lækka og náði tímabundnu lágmarki í janúar 2014 og hafði þá lækkað um 6% á tveimur árum. Frá því í janúar 2014 hefur verðið hækkað um tæplega fjórðung mælt í erlendri mynt. Skipta má útflutningi sjávarafurða í annars vegar botnfisk og hins vegar uppsjávarfisk. Botnfiskurinn hefur lengi vegið umtalsvert meira en uppsjávarfiskur en verð á botnfiski hefur hækkað töluvert á síðustu misserum og er það helsta skýringin á hækkandi verðlagi íslenskra sjávarafurða í heild sinni.

Verð á botnfiski fylgist að við heimsmarkaðsverð kjöts

Hækkunin á íslenskum botnfiskafurðum síðustu misseri hefur komið til á sama tíma og heimsmarkaðsverð á kjöti hefur hækkað. Töluverð tengsl hafa verið á milli verðs á kjöti og botnfiskafurða frá Íslandi. Þannig hefur verðþróun á botnfiski að nokkru leyti fylgt eftir verðþróun á kjöti með nokkurra mánaða tímatöf en áhrifin eru þó ekki mjög mikil og ekki hægt að segja að verð á botnfiski stýrist af heimsmarkaðsverði kjöts. Mun meiri sveiflur hafa einkennt verðþróun á kjöti en á botnfiski frá Íslandi. Þrátt fyrir að verð á botnfiski hafi almennt fylgt kjötverði hafa þó komið tímabil þar sem verð á botnfiski hefur haldið velli á sama tíma og verð á kjöti hefur gefið mikið eftir. Sem dæmi lækkaði verð á kjöti á einu og hálfu ári frá ágúst 2014 um tæplega þriðjung. Á sama tímabili hækkaði verð á botnfiski um 8,2%.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Verð íslenskra sjávarafurða í sögulegu hámarki

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

e1fc6a49-b27b-11e7-8be4-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar