Hagsjá

Verð íslenskra sjávarafurða áfram hátt

Verð íslenskra sjávarafurða í erlendri mynt hefur verið í hægum en ákveðnum stíganda síðan í ársbyrjun 2013. Það er nú nálægt því sögulega hámarki sem það náði í janúar á þessu ári.

28. ágúst 2018  |  Hagfræðideild

Samantekt

Verð íslenskra sjávarafurða í erlendri mynt hefur áfram haldist hátt á síðustu mánuðum og er það nú nálægt því sögulega hámarki sem það náði í janúar á þessu ári. Verðið hefur verið í mjög ákveðnum hækkunarfasa allar götur síðan í byrjun árs 2013, eða í rúm fimm ár. Líkt og gerðist með flestar aðrar hrávörur lækkaði verðið töluvert árið 2009 en tók síðan að hækka og náði tímabundnu hámarki í kringum áramótin 2011-2012. Síðan tók það að lækka en hefur hækkað nær stöðugt frá ársbyrjun 2013. Frá því að verðið náði tímabundnu lágmarki í febrúar 2013 hefur það hækkað um 27,7%. Það gerir um 4,6% hækkun á ársgrundvelli. Til samanburðar hefur verðbólga á evrusvæðinu verið að meðaltali 0,7% á ári á þessu tímabili.Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Verð íslenskra sjávarafurða áfram hátt (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

ee9af951-aab1-11e8-9beb-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar