Hagsjá

Lítil fækkun gistinótta á Norðurlandi og Austurlandi í júlí

Mikil fækkun erlendra ferðamanna hefur leitt til þess að ferðaþjónustan berst harðar um íslenska ferðamenn.

7. september 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Takmarkanir á ferðalögum milli landa vegna Covid-19-faraldursins hafa haft mikil áhrif á íslenska ferðaþjónustu enda hefur komum erlendra ferðamanna hingað til lands fækkað gríðarlega milli ára. Þessar takmarkanir hafa þó einnig dregið mjög mikið úr ferðalögum Íslendinga til útlanda sem hefur leitt til þess að ferðalög þeirra í sumar hafa nær eingöngu verið innanlands.

Þetta hefur þýtt að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa fyrst og fremst verið að berjast um íslenska ferðamenn í vor og sumar. Í apríl voru gistinætur Íslendinga á íslenskum hótelum í fyrsta skiptið fleiri en gistinætur erlendra ferðamanna en gögn Hagstofunnar ná aftur til ársins 1997. Frá og með maí hafa gistinætur Íslendinga haldið áfram að vera fleiri en gistinætur erlendra ferðamanna þrátt fyrir að gistinóttum erlendra ferðamanna hafi fjölgað nokkuð eftir því sem dró úr ferðatakmörkunum upp úr miðjum júní.
Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Lítil fækkun gistinótta á Norðurlandi og Austurlandi í júlí (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

f334b0bc-f0f5-11ea-9115-005056be2922

No filter applied

Tengdar greinar