Hagsjá

Fasteignaverð tekur kipp eftir rólegt sumar

Samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 1% í ágúst. Þar af hækkaði verð á sérbýli um 2,4% og verð á fjölbýli um 0,5%. Hækkanir frá fyrra ári eru áfram mjög miklar. Verð á fjölbýli hækkaði um 18,4% á síðustu 12 mánuðum og verð á sérbýli um 20,8%.

20. september 2017  |  Hagfræðideild

Samantekt

Í gær birti Þjóðskrá Íslands tölur um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í ágúst. Hækkanir voru nú meiri en verið hefur undanfarna mánuði. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1% í ágúst. Þar af hækkaði verð á sérbýli um 2,4% og verð á fjölbýli um 0,5%. Hækkanir frá fyrra ári eru enn mjög miklar. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur verð á fjölbýli hækkað um 18,4% á síðustu 12 mánuðum og verð á sérbýli um 20,8%. Heildarhækkunin nemur 19,1%, sem er svipað og í síðasta mánuði. Á þann mælikvarða hefur lækkun fasteignaverðs stöðvast, a.m.k. í bili.Verð á fjölbýli hækkaði í síðasta mánuði eftir litlar breytingar síðustu tvo mánuði. Það virðist því sem meiri ró sé yfir þeim markaði en verið hefur, en engu að síður er hækkunin um 0,5% nú töluverð. Verð á sérbýli hækkar enn í svipuðum takti og verið hefur, eða um u.þ.b. 20% á ári.

Vangaveltur um mögulega kólnun á markaðnum fengu því smá mótbyr með ágústtölunum, þar sem hækkanirnar nú eru enn miklar í sögulegu samhengi.

Raunverð fasteigna hefur þannig hækkað um u.þ.b. 23% á einu ári, frá ágúst 2016 til ágúst 2017.

Sé fjöldi viðskipta til lengri tíma skoðaður er nokkuð ljóst að tími samfellds vaxtar milli ára er liðinn, allavega í bili. Sé meðalfjöldi viðskipta á þessu ári borinn saman við sömu stærðir á síðustu árum má sjá að dregið hefur úr viðskiptum bæði með fjölbýli og sérbýli.

Töluverð umræða hefur verið um mögulega kólnun fasteignamarkaðar eftir mun minni verðhækkanir en áður í júní og júlí. Litlar hækkanir áttu hins vegar einungis við um fjölbýli á þessum tíma; hækkanir á sérbýli voru áfram miklar. Tölurnar núna snúa í dálítið aðra átt og svo virðist sem töluvert líf sé í markaðnum. Spurningunni um hvort markaðurinn sé að kólna er því ekki hægt að svara með nokkurri vissu enn sem komið er.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Fasteignaverð tekur kipp eftir rólegt sumar

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

f4b60dc1-9dde-11e7-8be4-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar