Hagsjá

Verðbólga upp yfir markmið

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,54% milli mánaða í maí og mælist verðbólga nú 2,6% samanborið við 2,2% í apríl. Mælingin kom nokkuð á óvart en opinberar spár lágu á bilinu +0,3% til +0,4%.

28. maí 2020  |  Hagfræðideild

Samantekt

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,54% milli mánaða í maí og mælist verðbólga nú 2,6% samanborið við 2,2% í apríl. VNV án húsnæðis hækkaði um 0,9% milli mánaða og mælist verðbólga einnig 2,6% á þann mælikvarða. Mælingin kom nokkuð á óvart en opinberar spár lágu á bilinu +0,3% til +0,4%. Við höfðum spáð +0,4%. Eins og í apríl voru það aðallega gengisáhrif sem komu sterkari inn en við áttum von á. Á móti þá lækkaði reiknuð húsaleiga milli mánaða, en við höfðum gert ráð fyrir smávægilegri hækkun.

Eins og staðan er í dag reiknum við með 0,4% hækkun verðlags í júní, 0,4% lækkun í júlí og 0,2% hækkun í ágúst. Gangi spáin eftir verður ársverðbólgan 2,3% í ágúst.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Verðbólga upp yfir markmið (PDF)

Póstlistar

Þú getur fengið reglulegar tilkynningar um nýtt útgáfuefni Landsbankans með því að skrá þig á póstlista. Bankinn gefur út fjölbreytt efni um fjármál, efnahagsmál, eignastýringu og ýmislegt fleira.

Skráðu þig á póstlista

Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér er unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær voru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara.

f724ee47-a0ea-11ea-9115-005056be2922

No filter applied

Tengdar greinar