Fjármál heimilisins

Lífeyrissparnaður: „Gott að byrja að huga að þessu strax“

Frumkvöðullinn Sesselja Vilhjálmsdóttir kynnti sér lífeyrismál og fjármálin eftir að starfsævinni lýkur frá sjónahóli ungrar manneskju sem á langt í eftirlaunaaldurinn. Við báðum hana að segja okkur aðeins frá sjálfri sér og hverju hún hefði komist að.

25. janúar 2013  |  Guðrún Ólöf Hrafnsdóttir
Sesselja og Sigurður B. Stefánsson
Sesselja Vilhjálmsdóttir og Sigurður B. Stefánsson, formaður fjárfestingarráðs Landsbankans, ræða málin.

Frumkvöðullinn Sesselja Vilhjálmsdóttir kynnti sér lífeyrismál og fjármálin eftir að starfsævinni lýkur frá sjónahóli ungrar manneskju sem á langt í eftirlaunaaldurinn. Við báðum hana að segja okkur aðeins frá sjálfri sér og hverju hún hefði komist að.

Hver ertu og hvað ertu að gera?

Ég heiti Sesselja Vilhjálmsdóttir og rek mitt eigið fyrirtæki þar sem við höfum m.a. búið til borðspil, framleitt heimildamynd og búið til smáforrit fyrir farsíma. Nýjasta afurðin er morðgátur!

Hvaða hugmyndir hafðir þú um lífeyrissparnað áður en þú kynntir þér málin?

Ég var nú ekki mikið að spá í lífeyrissparnað dags daglega. Ég held að fólk á mínum aldri sé alls ekki mikið að velta sér upp úr þessu. Þetta var eitthvað sem ég var alltaf á leiðinni að fara að skoða betur.

Hvað finnst þér þú helst hafa uppgötvað við að kynna þér málið?

Þetta var góð áminning fyrir mig. Eftirlaunaaldurinn er eitthvað sem bíður allra og það þarf að undirbúa sig undir hann fjárhagslega svo maður geti notið hans sem best. Það er gott að byrja að huga að þessu strax og láta lífeyrissparnaðinn ávaxtast.

Hvað kom þér mest á óvart?

Ég var til dæmis ekki búin að átta mig á að tekjurnar myndu minnka alveg um helming af meðaltekjunum mínum yfir ævina þegar ég fer á eftirlaun miðað við að ég greiði í lögbundinn lífeyrissparnað mánaðarlega.

Hefurðu gert einhverjar ráðstafanir aðrar en að greiða í skyldulífeyrissparnað, ertu með einhver plön?

Það þarf alla vega að huga að viðbótarlífeyrissparnaðinum. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir fólk á vinnumarkaði þar sem að vinnuveitandinn greiðir mótframlag. Þannig að líta má á það þannig að eftirlaunin hækki við það að byrja að greiða í viðbótarlífeyrissparnað.

Nánari upplýsingar

www.landsbankinn.is/istuttumali

Fjármálakvöld um réttindi lífeyrisþega

Fyrirvari

Þær upplýsingar sem er að finna á þessu vefsvæði eru unnar af starfsmönnum Landsbankans og eru þær eingöngu veittar í upplýsinga- og fræðsluskyni. Efninu er ekki ætlað að vera ráðgefandi um fjármál einstaklinga en slík ráðgjöf er einstaklingsmiðuð og veitt hverjum og einum af þjónustufulltrúum, fjármálaráðgjöfum eða öðrum sérfræðingum Landsbankans.

Þær upplýsingar sem fram koma á þessu fjármálabloggi endurspegla á engan hátt skoðanir eða mat Landsbankans heldur einungis höfunda efnisins. Landsbankinn á allan höfundarétt að því efni sem er að finna á vefsvæðinu, nema annað sé tekið fram. Hvers konar misnotkun á efninu er með öllu óheimil.

No filter applied

Tengdar greinar