Fjárhagur

Stefnumót við framtíðina á „óráðstefnu“ Landsbankans, HÍ og MassTLC

Eitt hundrað leiðbeinendur og eitt hundrað þátttakendur munu taka þátt í ,,IIU – Iceland Innovation UnConference“, á vegum Landsbankans, Háskóla Íslands og Massachusetts Technology Leadership Council (MassTLC), sem haldin verður á Háskólatorgi laugardaginn 3. nóvember. Þátttakendurnir eiga það sameiginlegt að vera að hefja fyrirtækjarekstur eða þurfa aðstoð við að þróa áfram rekstur sinn. Leiðbeinendurnir er hópur sérfræðinga úr atvinnulífi og háskólum, reyndir frumkvöðlar, forstjórar, hönnuðir og fjárfestar svo einhverjir séu nefndir. Tilgangurinn er að tengja saman frumkvæði og nýsköpun annars vegar og reynslu og þekkingu hins vegar og aðstoða þannig sprotafyrirtæki á Íslandi við að ná betri árangri.

UnConference er gjörólík hefðbundnum ráðstefnum. Þátttakendur koma saman á Háskólatorgi kl. 9.00 og móta dagskrána í sameiningu. Hver og einn getur sett fram óskir um umræðuefni sem hann hefur áhuga á að ræða eða kynna fyrir öðrum. Þátttakendur setja dagskrártillögur sínar upp á umræðutöflu á torginu. Umsjónarmenn viðburðarins nota svo tillögurnar til að setja saman dagskrá fyrir allt að 60 umræðuhópa. Á sama tíma geta þátttakendur bókað einkaviðtöl við leiðbeinendur með fjölþætta reynslu af öllu sem máli skiptir í fyrirtækjarekstri. Fyrstir koma fyrstir fá.

1. nóvember 2012  |  Árni Þór ÞorbjörnssonJensína Kristín Böðvarsdóttir
Árni Þór Þorbjörnsson

Eitt hundrað leiðbeinendur og eitt hundrað þátttakendur munu taka þátt í ,,IIU – Iceland Innovation UnConference“, á vegum Landsbankans, Háskóla Íslands og Massachusetts Technology Leadership Council (MassTLC), sem haldin verður á Háskólatorgi laugardaginn 3. nóvember. Þátttakendurnir eiga það sameiginlegt að vera að hefja fyrirtækjarekstur eða þurfa aðstoð við að þróa áfram rekstur sinn. Leiðbeinendurnir er hópur sérfræðinga úr atvinnulífi og háskólum, reyndir frumkvöðlar, forstjórar, hönnuðir og fjárfestar svo einhverjir séu nefndir. Tilgangurinn er að tengja saman frumkvæði og nýsköpun annars vegar og reynslu og þekkingu hins vegar og aðstoða þannig sprotafyrirtæki á Íslandi við að ná betri árangri.

Hvað gerist á UnConference?

Jensína Kristín Böðvarsdóttir

UnConference er gjörólík hefðbundnum ráðstefnum. Þátttakendur koma saman á Háskólatorgi kl. 9.00 og móta dagskrána í sameiningu. Hver og einn getur sett fram óskir um umræðuefni sem hann hefur áhuga á að ræða eða kynna fyrir öðrum. Þátttakendur setja dagskrártillögur sínar upp á umræðutöflu á torginu. Umsjónarmenn viðburðarins nota svo tillögurnar til að setja saman dagskrá fyrir allt að 60 umræðuhópa. Á sama tíma geta þátttakendur bókað einkaviðtöl við leiðbeinendur með fjölþætta reynslu af öllu sem máli skiptir í fyrirtækjarekstri. Fyrstir koma fyrstir fá.

Hvaðan kemur hugmyndin?

Hugmyndin kemur frá Boston í Bandaríkjunum og byggir á reynslu MassTLC, sem sérhæfir sig í að hlúa að frumkvöðlastarfsemi. Mass TLC hefur haldið unConference viðburði frá 2008 og fyllt þá alla. UnConference hefur smátt og smátt fest sig í sessi sem einn mikilvægasti viðburður sinnar tegundar á Boston-svæðinu þar sem mikil áhersla er lögð á nýsköpun og frumkvæði.

Hverjir verða á UnConference?

Á UnConference verða 200 manns sem brenna í skinninu eftir að taka þátt í nýstárlegum viðburði til að hvetja frumkvöðla til dáða 100 þeirra eru leiðbeinendur með mikla reynslu úr ólíkum áttum, allt fólk sem hefur miklu að miðla.

Nokkur nöfn af handahófi: Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, Hermann Guðmundsson fyrrverandi forstjóri N-1, Viggó Örn Jónsson, annar stofnenda Jónsson & LeMacks og Plain Vanilla, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, ráðgjafi og stjórnandi á Íslandi og erlendis, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis, Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar, Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar- og þjónstu, Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka Iðnaðarins og frumkvöðull, Sigmar Guðbjörnsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda, Helgi Hjálmarsson, stofnandi Völku, Guðjón Már Guðjónsson, stofnandi OZ, Elínrós Líndal, forstjóri og listrænn stjórnandi ELLU, Tatjana Latinovic, yfirmaður hugverkadeildar hjá Össuri hf., Halldór Jörgensson, svæðisstjóri Microsoft á Íslandi, Sigríður Heimisdóttir hönnuður, Sigtryggur Baldursson ÚTÓN, Ingibjörg Gréta Gísladóttir Reykjavik Runway ehf., Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins, Gísli Hjálmtýsson Thule Investments og margir margir fleiri.

Af hverju Landsbankinn?

Landsbankinn hefur skilgreint sig sem hreyfiafl í samfélaginu. Hlutverk bankans er að vera traustur samherji viðskiptavina í fjármálum og hjálpa þeim til að ná árangri. Eitt af því sem bankinn hefur lagt mikla áherslu á er að styðja við nýsköpun og uppbyggingu nýrra fyrirtækja. UnConference er mikilvægur þáttur í þessari viðleitni, en auk hans hefur Landsbankinn staðið fyrir í samvinnu við aðra fjölda viðburða um allt land á undagengnum árum. Bankinn rekur nýsköpunarþjónustu og veitir bæði nýsköpunarstyrki og –lán, auk þess að leiða saman aðila á þessum vettvangi og skapa brú á milli fjármagns og framkvæmdar þegar þörf er á.

Markmiðiðið með UnConference er að Háskólatorg verði iðandi suðupottur hugmynda, þekkingar, reynslu, áhuga og frumkvæðis í heilan dag og að þessi dagur geti orðið lærdómsríkur og hvatning öllum þeim sem glíma við að koma á laggirnar nýjum fyrirtækjum eða þróa hugmyndir sínar og verkefni. Ísland þarf á þessu að halda, atvinnulífið er tilbúið til að aðstoða. Það sýnir þátttakan. Landsbankinn væntir mikils af þessari nýstárlegu samkomu þar sem frumkvæði og reynsla koma saman á stefnumóti við framtíðina.

Fyrirvari

Þær upplýsingar sem er að finna á þessu vefsvæði eru unnar af starfsmönnum Landsbankans og eru þær eingöngu veittar í upplýsinga- og fræðsluskyni. Efninu er ekki ætlað að vera ráðgefandi um fjármál einstaklinga en slík ráðgjöf er einstaklingsmiðuð og veitt hverjum og einum af þjónustufulltrúum, fjármálaráðgjöfum eða öðrum sérfræðingum Landsbankans.

Þær upplýsingar sem fram koma á þessu fjármálabloggi endurspegla á engan hátt skoðanir eða mat Landsbankans heldur einungis höfunda efnisins. Landsbankinn á allan höfundarétt að því efni sem er að finna á vefsvæðinu, nema annað sé tekið fram. Hvers konar misnotkun á efninu er með öllu óheimil.

03ba8ebc-2431-11e2-b78b-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar