Fjárhagur

Fjármögnun á öllum stigum fyrirtækjareksturs

Undanfarin ár hefur verið mikil áhersla á nýsköpun og stuðningsumhverfi nýsköpunar hefur verið eflt til muna. Réttlætingin fyrir auknum útgjöldum til nýsköpunar er auðvitað sú að hún stuðli að auknum hagvexti. En það er ekki nóg að stofna bara mörg fyrirtæki. Hagvöxturinn eykst við það að fyrirtæki vaxi og dafni.

Til þess að ný fyrirtæki geti vaxið þarf margt að ganga upp, en mjög mikilvægt er að fjármagn sé aðgengilegt í öllum þrepum fjármögnunarstigans, en í dag vantar eitt þrepið í þennan stiga.

Styrkir og stuðningsverkefni eru í boði fyrir fyrirtæki á frumstigi og forsvarsmenn þeirra geta einnig að einhverju marki safnað fjármagni frá vinum og ættingjum. Því næst koma til sögunnar svokallaðir englar, oftast fjársterkir einstaklingar með ódrepandi áhuga á nýsköpun og töluvert áhættufé til umráða. Næsta þrep vantar eins og sést á myndinni, því fjárfestingasjóðir taka ekki við fyrr en fyrirtæki hafa náð vissum þroska. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, sem þó kemur inn fyrstur af núverandi sjóðum, nær ekki að brúa þetta bil. Þessu mætti líkja við það að til sé fullt af menntaskólum og leikskólum í landinu en enginn grunnskóli. Ef svo væri, er ekki líklegt að margir kæmust í menntaskóla. Hér gildir að keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn.

13. desember 2012  |  Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir
Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir

Grein þessi birtist fyrst í Viðskiptablaðinu þann 13. desember 2012.

Margrét svaraði spurningum lesenda um efni þessarar greinar á vef Spyr.is.

Undanfarin ár hefur verið mikil áhersla á nýsköpun og stuðningsumhverfi nýsköpunar hefur verið eflt til muna. Réttlætingin fyrir auknum útgjöldum til nýsköpunar er auðvitað sú að hún stuðli að auknum hagvexti. En það er ekki nóg að stofna bara mörg fyrirtæki. Hagvöxturinn eykst við það að fyrirtæki vaxi og dafni.

Til þess að ný fyrirtæki geti vaxið þarf margt að ganga upp, en mjög mikilvægt er að fjármagn sé aðgengilegt í öllum þrepum fjármögnunarstigans, en í dag vantar eitt þrepið í þennan stiga.

Styrkir og stuðningsverkefni eru í boði fyrir fyrirtæki á frumstigi og forsvarsmenn þeirra geta einnig að einhverju marki safnað fjármagni frá vinum og ættingjum. Því næst koma til sögunnar svokallaðir englar, oftast fjársterkir einstaklingar með ódrepandi áhuga á nýsköpun og töluvert áhættufé til umráða. Næsta þrep vantar eins og sést á myndinni, því fjárfestingasjóðir taka ekki við fyrr en fyrirtæki hafa náð vissum þroska. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, sem þó kemur inn fyrstur af núverandi sjóðum, nær ekki að brúa þetta bil. Þessu mætti líkja við það að til sé fullt af menntaskólum og leikskólum í landinu en enginn grunnskóli. Ef svo væri, er ekki líklegt að margir kæmust í menntaskóla. Hér gildir að keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn.

Við þurfum að fylla upp í myndina, gera fjármagn aðgengilegt í hverju þrepi fjármögnunarstigans svo hægt sé að byggja upp ný fyrirtæki og efla þannig hagvöxt í landinu. Gera þarf einstaklingum kleift að taka þátt í fjárfestingum í nýsköpun, t.d. á virkum hlutabréfamarkaði eða í gegnum fjárfestinga- eða framtakssjóði án þess að af því hljótist skattalegt óhagræði og auka með því fjármagn frá englum eða jafnvel fjölga þeim.

Þá þarf að vera fyrir hendi virkur markaður með óskráð bréf og gögn og upplýsingar, um hvernig er hægt að fjárfesta í slíkum bréfum, verða að vera aðgengilegar. Skattalegt hagræði af fjárfestingum í nýsköpun gæti líka skipt máli. Með þessu móti myndi vera hægt að brúa bilið að hluta. En til að geta lokað fjármögnunargatinu þarf nýja tegund fjárfestingasjóða sem hafa það hlutverk að taka þátt í uppbyggingu fyrirtækja fyrr en áður hefur tíðkast. Þessir sjóðir þurfa að bjóða almennum fjárfestum aðild fyrir lægri upphæðir en vanalegt er og þeir verða að eiga góða samvinnu við margnefnda viðskiptaengla svo dæmið gangi upp.

Ekki er síður mikilvægt að lífeyrissjóðir taki þátt í þessari uppbyggingu, enda eru þeir gríðarlega fjársterkir auk þess sem þá skortir tækifæri á markaði. Möguleikar til ávöxtunar í framtakssjóðum eru miklir og með skynsamlegri áhættudreifingu ættu lífeyrissjóðir að geta náð góðri ávöxtun fyrir sína sjóðsfélaga. Þó að þeir myndu aldrei leggja nema brot af sínum fjármunum í slíka sjóði, myndi það skipta verulegu máli fyrir uppbyggingu nýrra fyrirtækja.

Víst er að eitt þrep vantar í fjármögnunarstigann. Þess vegna ná færri fyrirtæki að vaxa en annars yrði, það bitnar á hagvexti og sú mikla vinna og fjármunir sem varið er í nýsköpun er að miklu leyti unnin fyrir gýg.

Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir er sérfræðingur nýsköpunarþjónustu Landsbankans

Margrét svaraði spurningum lesenda um efni þessarar greinar á vef Spyr.is.

Fyrirvari

Þær upplýsingar sem er að finna á þessu vefsvæði eru unnar af starfsmönnum Landsbankans og eru þær eingöngu veittar í upplýsinga- og fræðsluskyni. Efninu er ekki ætlað að vera ráðgefandi um fjármál einstaklinga en slík ráðgjöf er einstaklingsmiðuð og veitt hverjum og einum af þjónustufulltrúum, fjármálaráðgjöfum eða öðrum sérfræðingum Landsbankans.

Þær upplýsingar sem fram koma á þessu fjármálabloggi endurspegla á engan hátt skoðanir eða mat Landsbankans heldur einungis höfunda efnisins. Landsbankinn á allan höfundarétt að því efni sem er að finna á vefsvæðinu, nema annað sé tekið fram. Hvers konar misnotkun á efninu er með öllu óheimil.

20575de7-453e-11e2-a6dd-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar