Fjárhagur

Kynning fyrir NSA eða aðra fjárfesta – góð ráð til undirbúnings

Áður en viðskiptahugmynd er kynnt fyrir fjárfesti er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvers konar fjárfesti er verið að leita til og hvaða svið hann leggur áherslu á. Sumir áhættufjárfestar leggja áherslu á að koma inn snemma á ferlinu á meðan aðrir vilja leggja fjármagn í vöxt félagsins þegar búið er að staðfesta vöru og sölu. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) fjárfestir snemma í líftíma fyrirtækis, stundum áður en vöruþróun er lokið en oft um það leyti sem sölu- og markaðssetning hefst.
NSA er almennur fjárfestir og sérhæfir sig ekki í sérstökum geirum þó svo að flest fyrirtækin í eignasafni sjóðsins nú séu í upplýsingatækni og heilbrigðistækni. Fjárfestingarstefna NSA segir að sjóðurinn eigi að fjárfesta í fyrirtækjum sem geta vaxið hratt og haft verulegar útflutningstekjur.

15. janúar 2013  |   Hekla Arnardóttir
Hekla Arnardóttir

Áður en viðskiptahugmynd er kynnt fyrir fjárfesti er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvers konar fjárfesti er verið að leita til og hvaða svið hann leggur áherslu á. Sumir áhættufjárfestar leggja áherslu á að koma inn snemma á ferlinu á meðan aðrir vilja leggja fjármagn í vöxt félagsins þegar búið er að staðfesta vöru og sölu. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) fjárfestir snemma í líftíma fyrirtækis, stundum áður en vöruþróun er lokið en oft um það leyti sem sölu- og markaðssetning hefst.

NSA er almennur fjárfestir og sérhæfir sig ekki í sérstökum geirum þó svo að flest fyrirtækin í eignasafni sjóðsins nú séu í upplýsingatækni og heilbrigðistækni. Fjárfestingarstefna NSA segir að sjóðurinn eigi að fjárfesta í fyrirtækjum sem geta vaxið hratt og haft verulegar útflutningstekjur. 

Til að fyrirtæki eigi samleið með NSA þarf viðskiptahugmyndin bæði að vera skalanleg  og viðráðanleg fjárfesting fyrir sjóðinn. NSA fjárfestir gjarnan í hugmyndum þar sem um er að ræða einstaka tækni sem hægt er að selja á alþjóðamarkað. Mikilvægt er að viðskiptahugmyndin hafi sérstöðu þannig að það sé ekki hlaupið að því fyrir önnur fyrirtæki að fara í fótspor fyrirtækisins. 

NSA tekur vel á móti öllum erindum og sjá yfirleitt fljótt hvort hugmyndin henti fjárfestingarstefnu sjóðsins. Hafa ber í huga að hugmynd getur verið mjög góð og vel ígrunduð þó svo að hún falli ekki að starfssviði sjóðsins. Ef ákveðið er að fara í nánari skoðun á hugmyndinni er fjárfestingastjóri fenginn til að skoða málið vandlega. Þau atriði sem hann fer yfir eru eftirfarandi:

1. Teymið

 • Hvernig er hópur stofnenda samsettur? Býr teymið yfir þeirri reynslu sem nauðsynleg er til að framkvæma hugmyndina?
 • Er tækniþekking til staðar í fyrirtækinu (þróun og framleiðsla)?
 • Er einhver í hópnum með fjármála- eða rekstrarþekkingu?
 • Er gott að vinna með frumkvöðlunum?

2. Áætlanir

 • Hvernig eru þær úr garði gerðar?
 • Eru laun og annar kostnaður hófstilltur?
 • Er tekjuáætlun raunhæf?
 • Er samræmi í áætlun, t.d milli fjárþarfar og því sem verið er að biðja um?
 • Er framlegð vörunnar nægilega spennandi til að geta staðið undir framtíðar vöruþróun og skilað félaginu góðum hagnaði?

3. Markaðs- og sölumál

 • Hvaða þekkingu hefur hópurinn á markaðnum, hefur einhver unnið á þessum tiltekna markaði?
 • Eru góðir sölumenn í teyminu? Hvaða aðferðum verður beitt og hvernig hyggst félagið byggja upp nauðsynlega ferla?
 • Er markaðurinn nægilega stór til að geta staðið undir þeim vexti sem þarf til að gera viðskiptatækifærið áhugavert fyrir NSA?

4. Varan/tæknin

 • Hvaða sérstöðu hefur þessi tækni?
 • Er einkaleyfi eða önnur vernd til staðar til að gera samkeppnisaðilum erfitt fyrir?
 •  Hvaða forskot hefur þessi viðskiptahugmynd?

5. Reglugerðir

 • Hvaða reglur gilda um þessa tilteknu vöru/þjónustu?

Því fylgir ábyrgð að breyta fyrirtæki úr því að vera í eigu einstaklinga í það að fá inn utanaðkomandi fjármagn. Sá tími sem fer í skoðun á fyrirtækjum nýtist gjarnan báðum aðilum í að byggja upp það traust sem nauðsynlegt er þeim verkefnum sem framundan eru.

Hekla Arnardóttir, fjárfestingastjóri hjá NSA

Fyrirvari

Þær upplýsingar sem er að finna á þessu vefsvæði eru unnar af starfsmönnum Landsbankans og eru þær eingöngu veittar í upplýsinga- og fræðsluskyni. Efninu er ekki ætlað að vera ráðgefandi um fjármál einstaklinga en slík ráðgjöf er einstaklingsmiðuð og veitt hverjum og einum af þjónustufulltrúum, fjármálaráðgjöfum eða öðrum sérfræðingum Landsbankans.

Þær upplýsingar sem fram koma á þessu fjármálabloggi endurspegla á engan hátt skoðanir eða mat Landsbankans heldur einungis höfunda efnisins. Landsbankinn á allan höfundarétt að því efni sem er að finna á vefsvæðinu, nema annað sé tekið fram. Hvers konar misnotkun á efninu er með öllu óheimil.

345d7022-5f14-11e2-a1eb-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar