Fjárhagur, fjármálablogg Landsbankans, er vefsvæði tileinkað fræðslu um fjármál. Ætlunin er að miðla á mannamáli til viðskiptavina og annarra landsmanna fróðleik og upplýsingum sem snerta fjármál heimilisins og efnahagsmál.

Markmið Fjárhags er tvíþætt:

  • að auka skilning almennings á fjármálum með auðveldu aðgengi að fræðsluefni um fjármál
  • að miðla til viðskiptavina þeirri þekkingu sem býr í mannauði Landsbankans.
10. júní 2010  |  Haukur Agnarsson

Fjárhagur, fjármálablogg Landsbankans, er vefsvæði tileinkað fræðslu um fjármál. Ætlunin er að miðla á mannamáli til viðskiptavina og annarra landsmanna fróðleik og upplýsingum sem snerta fjármál heimilisins og efnahagsmál.

Markmið Fjárhags er tvíþætt:

  • að auka skilning almennings á fjármálum með auðveldu aðgengi að fræðsluefni um fjármál
  • að miðla til viðskiptavina þeirri þekkingu sem býr í mannauði Landsbankans.

Meginhluti vefsins skiptist í þrjá hluta: blogg, hlaðvarp og verkfæri.

Blogg

Fjármálablogg Landsbankans hefur að geyma greinar sem fjalla um fjármál. Hver grein er flokkuð í viðeigandi efnisflokk, t.d. Fjármál heimilisins þegar umfjöllunarefnið tengist fjármálum heimila. Hver færsla inniheldur síðan lykilorð, oftast fleiri en eitt, sem auðvelda lesendum að átta sig á efni greinarinnar. Fjalli grein t.a.m. um verðbólgu og vexti eru skráð við hana lykilorðin verðbólga og vextir.

Lesendur geta síðan flokkað greinar á Fjárhag eftir þessum flokkum eða lykilorðum. Sé ætlunin t.d. að sjá yfirlit greina í flokknum Fjármál heimilisins er sá flokkur valinn í fæti greinar. Það sama á við ef ætlunin er að skoða yfirlit greina sem innihalda ákveðið lykilorð. Þá er það orð valið í greinarfæti.

Hlaðvarp

Undir flipanum "Hlaðvarp" eru birtir fyrirlestrar um fjármál, upplestur á greinum og annað hljóð- og myndefni tengt fjármálum. Hægt er að hlusta á efnið á vefsíðunni, hlaða því niður á tölvuna eða gerast áskrifandi í iTunes.

Til að auðvelda aðgengi að lykilgreinum verða greinar sem við mælum sérstaklega með lesnar upp og gerðar aðgengilegar í formi upplesturs.

Verkfæri

Hér má finna yfirlit yfir verkfæri á vef Landsbankans sem tengjast fjármálum heimilisins t.d. Heimilisbókhald Landsbankans, reiknivélar o.fl.

Höfundar efnis

Greinar og annað efni er unnið af starfsfólki Landsbankans, nema annað sé tekið fram. Mikil reynsla og þekking býr í starfsfólki bankans og viljum við miðla henni til almennings. Hver færsla er birt undir nafni viðkomandi höfundar og er efnið á hans ábyrgð. Þannig þurfa skoðanir og viðhorf, sem fram koma í tiltekinni færslu, ekki að samræmast skoðun eða viðhorfi Landsbankans. Hægt er að sjá yfirlit yfir allar greinar höfundar og er það gert með því að velja nafn höfundar í hausi greinar.

Láttu heyra frá þér

Viðbrögð lesenda eru okkur mikilvæg og viljum við gjarnan fá að heyra þitt álit, hvort sem er álit þitt á einstaka færslum eða vefnum í heild sinni. Ef umfjöllun vekur athygli þína og þú vilt vita meira um málefnið getur þú einnig haft samband við okkur . Við munum þá gera okkar besta við að veita þér nánari upplýsingar, t.d. með nánari umfjöllun síðar. Í lok hverrar greinar er tengill á netfang Fjárhags. Einnig er tengill á ábendingar um efnisval á hægri valstiku vefsins.

Það er von okkar, sem að vefnum standa, að Fjárhagur veiti þér fróðleik og nytsamlegar upplýsingar um fjármál heimilisins.

Haukur Agnarsson,
forstöðumaður Fjármálaráðgjafar Landsbankans

Fyrirvari

Þær upplýsingar sem er að finna á þessu vefsvæði eru unnar af starfsmönnum Landsbankans og eru þær eingöngu veittar í upplýsinga- og fræðsluskyni. Efninu er ekki ætlað að vera ráðgefandi um fjármál einstaklinga en slík ráðgjöf er einstaklingsmiðuð og veitt hverjum og einum af þjónustufulltrúum, fjármálaráðgjöfum eða öðrum sérfræðingum Landsbankans.

Þær upplýsingar sem fram koma á þessu fjármálabloggi endurspegla á engan hátt skoðanir eða mat Landsbankans heldur einungis höfunda efnisins. Landsbankinn á allan höfundarétt að því efni sem er að finna á vefsvæðinu, nema annað sé tekið fram. Hvers konar misnotkun á efninu er með öllu óheimil.

43d8febb-9ff9-4109-8fcd-2f81c7363878

No filter applied

Tengdar greinar