Margar áhugaverðar greinar hafa birst á Fjárhag, fjármálabloggi Landsbankans, á síðustu vikum og mánuðum. Hér fylgir samantekt á ýmsu því markverðasta sem hér hefur verið að gerast upp á síðkastið.

Um vexti og vaxtareikning: Greinaröðin Um vexti og vaxtareikning eftir Sigurjón Gunnarsson hóf göngu sína þann 28. október síðastliðinn. Í röðinni er fjallað um útreikning vaxta, verðbólgu, verðtryggingu, talningu vaxtadaga og fleira. Greinaröðin svarar ákveðinni þörf um upplýsingar um það hvernig vextir eru reiknaðir, bæði á verðtryggðum og óverðtryggðum reikningum.

4. febrúar 2011  |  Ritstjórn

Margar áhugaverðar greinar hafa birst á Fjárhag, fjármálabloggi Landsbankans, á síðustu vikum og mánuðum. Hér fylgir samantekt á ýmsu því markverðasta sem hér hefur verið að gerast upp á síðkastið.

Um vexti og vaxtareikning

Greinaröðin Um vexti og vaxtareikning eftir Sigurjón Gunnarsson hóf göngu sína þann 28. október síðastliðinn. Í röðinni er fjallað um útreikning vaxta, vísitölur og verðtryggingu, verðbætur, talningu vaxtadaga og fleira. Greinaröðin svarar ákveðinni þörf um upplýsingar um það hvernig vextir eru reiknaðir, bæði á verðtryggðum og óverðtryggðum reikningum.

Efnahagsmál

Arnar I. Jónsson hefur skrifað áhugaverðar greinar um efnahagsmál á Fjárhag, þar sem hann fjallar m.a. um Íbúðalánasjóð, sögu hans og hlutverk, og svarar spurningunni Hvers vegna lækka lánin ekki þegar verðbólgan hjaðnar?

Fjármálalæsi

Eitt helsta markmiðið með útgáfu Fjárhags er að stuðla að auknu fjármálalæsi landsmanna. Unga fólkið er þar að sjálfsögðu ekki undantekið. Raunveruleikurinn er vefleikur, hannaður og smíðaður af vefdeild Landsbankans í samvinnu við höfund leiksins, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóra Hagaskóla. Leikurinn er notaður sem námsefni í fjármálafræðslu í efstu bekkjum grunnskóla. Í ítarlegu viðtali á Fjárhag ræðir Þorgeir Arnar Jónsson við Ómar Örn um tilgang og markmið Raunveruleiksins.

Una Hlín Guðmundsdóttir fjallar einnig um hugtakið fjármálalæsi í grein sinni Einu sinni var talað um peningavit, núna er talað um fjármálalæsi!

Sparnaður

Sparnaður er eitt af meginviðfangsefnum greina á Fjárhag. Í nóvember sl. skrifaði Harpa B. Hjálmtýsdóttir skemmtilega grein um Latté-faktorinn svokallaða; alla þá peninga sem við eyðum í tiltölulega ódýra og óþarfa hluti og hvernig margt smátt gerir að lokum eitt stórt.

Um Fjárhag

Fjárhagur, fjármálablogg Landsbankans, er vefsvæði tileinkað fræðslu um fjármál. Ætlunin er að miðla á mannamáli til viðskiptavina og annarra landsmanna fróðleik og upplýsingum sem snerta fjármál heimilisins og efnahagsmál.

Fyrirvari

Þær upplýsingar sem er að finna á þessu vefsvæði eru unnar af starfsmönnum Landsbankans og eru þær eingöngu veittar í upplýsinga- og fræðsluskyni. Efninu er ekki ætlað að vera ráðgefandi um fjármál einstaklinga en slík ráðgjöf er einstaklingsmiðuð og veitt hverjum og einum af þjónustufulltrúum, fjármálaráðgjöfum eða öðrum sérfræðingum Landsbankans.

Þær upplýsingar sem fram koma á þessu fjármálabloggi endurspegla á engan hátt skoðanir eða mat Landsbankans heldur einungis höfunda efnisins. Landsbankinn á allan höfundarétt að því efni sem er að finna á vefsvæðinu, nema annað sé tekið fram. Hvers konar misnotkun á efninu er með öllu óheimil.

6de26b21-940a-435e-95d7-3f6050503d54

No filter applied

Tengdar greinar