Landsbankinn hefur aukið framboð sitt á vandaðri umfjöllun um fjármál með opnun Dagbókar Eignastýringar. Þar fjalla starfsmenn Eignastýringar um framvindu á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum.

Ritstjóri er Sigurður B. Stefánsson, formaður fjárfestingarráðs Landsbankans.

Vefsvæðið skiptist í reglulega uppfærða dagbók, þar sem fjallað er um þróun mála á innlendum og erlendum mörkuðum, og fræðlega umfjöllun um aðferðir tæknigreiningar og eignastýringar.

9. ágúst 2011  |  Hlynur Ómar Björnsson

Landsbankinn hefur aukið framboð sitt á vandaðri umfjöllun um fjármál með opnun Dagbókar Eignastýringar. Þar fjalla starfsmenn Eignastýringar um framvindu á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum.

Ritstjóri er Sigurður B. Stefánsson, formaður fjárfestingarráðs Landsbankans.

Vefsvæðið skiptist í reglulega uppfærða dagbók, þar sem fjallað er um þróun mála á innlendum og erlendum mörkuðum, og fræðilega umfjöllun um aðferðir tæknigreiningar og eignastýringar.

Eins og kemur fram á vefsvæði dagbókarinnar er markmið hennar eftirfarandi:

Dagbókinni er ætlað að upplýsa lesendur um framvindu á innlendum og erlendum fjármálamarkaði. Megináhersla er á þá þætti sem hafa áhrif á ávöxtun verðbréfa og stýringu eigna innanlands og utan. Dagbókin er að jafnaði uppfærð vikulega með nýjum gögnum um hlutabréf, skuldabréf, hrávörur og gjaldmiðla.

Skoða Dagbók Eignastýringar

Fyrirvari

Þær upplýsingar sem er að finna á þessu vefsvæði eru unnar af starfsmönnum Landsbankans og eru þær eingöngu veittar í upplýsinga- og fræðsluskyni. Efninu er ekki ætlað að vera ráðgefandi um fjármál einstaklinga en slík ráðgjöf er einstaklingsmiðuð og veitt hverjum og einum af þjónustufulltrúum, fjármálaráðgjöfum eða öðrum sérfræðingum Landsbankans.

Þær upplýsingar sem fram koma á þessu fjármálabloggi endurspegla á engan hátt skoðanir eða mat Landsbankans heldur einungis höfunda efnisins. Landsbankinn á allan höfundarétt að því efni sem er að finna á vefsvæðinu, nema annað sé tekið fram. Hvers konar misnotkun á efninu er með öllu óheimil.

b52c119d-6b97-4323-ac30-a361b0ed3b57

No filter applied

Tengdar greinar