Oft er talað um kynningarræðu eða lyfturæðu og þá er miðað við að þú getir komið efninu frá þér á svipuðum tíma og þú hefur með einhverjum í lyftu. Flestir „frjósa“ ef þeir eru beðnir fyrirvaralaust um að segja frá hugmyndinni sinni, en sem sölumaður máttu ekki láta það gerast. Þú þarft að vera tilbúin(n) hvar og hvenær sem er og til að svo verði þarftu að undirbúa þig.

2. júlí 2012  |  Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir

Margrét Ormslev ÁsgeirsdóttirVelgengni viðskiptahugmyndar þinnar getur oltið á því hversu vel þér tekst að segja frá hugmyndinni þinni. Hvers vegna er þörf á þessari vöru/þjónustu? Hvað er það sem gerir þína hugmynd/útfærslu sérstaka? Af hverju þú en ekki einhver annar? Til að ná árangri er mikilvægt að hrífa viðmælandann. Hvort sem þér líkar það betur eða verr þá ertu sölumaður. Þitt hlutverk er að selja hugmyndina fjárfestum, framtíðarstarfsmönnum og viðskiptavinum.

Oft er talað um kynningarræðu eða lyfturæðu og þá er miðað við að þú getir komið efninu frá þér á svipuðum tíma og þú hefur með einhverjum í lyftu. Flestir „frjósa“ ef þeir eru beðnir fyrirvaralaust um að segja frá hugmyndinni sinni, en sem sölumaður máttu ekki láta það gerast. Þú þarft að vera tilbúin(n) hvar og hvenær sem er og til að svo verði þarftu að undirbúa þig.

Í bókinni „Start up weekend“ eftir aðstandendur samnefndra viðburða í Bandaríkjunum er gefin forskrift að góðri lyfturæðu:

Hver ert þú? (5-10 sek.) - Leggðu áherslu á hvað það er sem gerir þig réttu manneskjuna til að keyra hugmyndina/verkefnið áfram. Eitthvað sem gerir það að verkum að áheyrandinn fái á tilfinninguna að þú vitir hvað þú ert að tala um. Ekki eyða tíma í að þylja upp ferliskrána þína.

Hvert er vandamálið sem þú ert að leysa? (10-20 sek.) – Þetta er mikilvægasta atriðið. Áheyrandinn verður að átta sig á því að þetta vandamál er raunverulegt og að það þarf að leysa það. Ekki er verra ef hægt er að láta fólk samsama sig vandamálinu með að draga fram persónulega reynslu.

Hver er lausnin? (10-20 sek.) – Stutt og laggóð lýsing á lausninni. Ættir að geta sagt hana í einni setningu. Gott að vera búin að finna slagorð eða nafn á lausnina. Þarf ekki að vera endanlegt nafn en grípandi og nokkuð lýsandi. Auðveldara er að muna eitt orð eða frasa heldur en hugmyndina í heild. Fjárfestar þurfa að hlusta á fjölda lyfturæða og þú vilt að þeir muni eftir þér. 

Hvað þarftu til að stíga næsta skref? (5-10 sek.) – Nefndu næstu skref sem þarf að taka til að komast lengra og hvað þú þarft til að komast þangað. Algengt er að festast í tali um peninga en þú þarft líka að vita hverskonar hæfileika þig vantar í starfsmannahópinn eða hvaða verk þarf að vinna til að ná lengra. Til þess að átta sig á því hvað vantar er nauðsynlegt að þekkja vel það sem þú hefur.

Mynd: Skipting efnis í góðri lyfturæðu

Í þessu sem og í öðru gildir að æfingin skapar meistarann.

Vertu dugleg(ur) að útskýra hugmynd þína fyrir fólki hvort sem er í móttökum eða fjölskylduboðum. Vertu vakandi fyrir því hvað af því sem þú segir grípur áheyrandann og hvað er það sem veldur misskilningi og hvenær þú finnur að athygli áheyrandans fjarar út. Slípaðu svo ræðuna til og reyndu aftur... og aftur.

Gangi þér vel.Fyrirvari

Þær upplýsingar sem er að finna á þessu vefsvæði eru unnar af starfsmönnum Landsbankans og eru þær eingöngu veittar í upplýsinga- og fræðsluskyni. Efninu er ekki ætlað að vera ráðgefandi um fjármál einstaklinga en slík ráðgjöf er einstaklingsmiðuð og veitt hverjum og einum af þjónustufulltrúum, fjármálaráðgjöfum eða öðrum sérfræðingum Landsbankans.

Þær upplýsingar sem fram koma á þessu fjármálabloggi endurspegla á engan hátt skoðanir eða mat Landsbankans heldur einungis höfunda efnisins. Landsbankinn á allan höfundarétt að því efni sem er að finna á vefsvæðinu, nema annað sé tekið fram. Hvers konar misnotkun á efninu er með öllu óheimil.

b602a429-33f1-44b6-9a8a-98c80b7fca75

No filter applied

Tengdar greinar