Fjárhagur

óRáðstefnur

Í nýlegum pistli á mbl.is fjallar Frosti Sigurjónsson um nýtt fyrirkomulag viðburða sem er að ryðja sér rúms á Íslandi. Formið byggir á svokallaðri rýmistækni eða open space technology og gengur út á það að viðburðir eru haldnir í opnu rými og aðilar hvattir til virkrar þátttöku.

Hefðbundnum fyrirlesurum er gefið frí en þátttakendur ákvarða sjálfir umræðuefni sem mynda dagskrá dagsins og í hvaða umræðu þeir taka þátt. Þannig er skapaður vettvangur fyrir þekkingarmiðlun og skoðanaskipti.

31. október 2012  |  Margrét O. Ásgeirsdóttir

Í nýlegum pistli á mbl.is fjallar Frosti Sigurjónsson um nýtt fyrirkomulag viðburða sem er að ryðja sér rúms á Íslandi. Formið byggir á svokallaðri rýmistækni eða open space technology og gengur út á það að viðburðir eru haldnir í opnu rými og aðilar hvattir til virkrar þátttöku.

Hefðbundnum fyrirlesurum er gefið frí en þátttakendur ákvarða sjálfir umræðuefni sem mynda dagskrá dagsins og í hvaða umræðu þeir taka þátt. Þannig er skapaður vettvangur fyrir þekkingarmiðlun og skoðanaskipti.

Frosti segir: „ Þeir sem tekið hafa þátt í óRáðstefnum tala gjarnan um tækifærin sem skapast. Svör fást við spurningum, ný viðskiptasambönd verða til og jafnvel vísar að nýjum fyrirtækjum eða störfum.“

Næstkomandi laugardag stendur Landsbankinn fyrir Iceland Innovation UnConference þar sem fjöldi sprotafyrirtækja og sérfræðinga úr hinum ýmsu greinum atvinnulífsins munu ræða saman.

Fyrirvari

Þær upplýsingar sem er að finna á þessu vefsvæði eru unnar af starfsmönnum Landsbankans og eru þær eingöngu veittar í upplýsinga- og fræðsluskyni. Efninu er ekki ætlað að vera ráðgefandi um fjármál einstaklinga en slík ráðgjöf er einstaklingsmiðuð og veitt hverjum og einum af þjónustufulltrúum, fjármálaráðgjöfum eða öðrum sérfræðingum Landsbankans.

Þær upplýsingar sem fram koma á þessu fjármálabloggi endurspegla á engan hátt skoðanir eða mat Landsbankans heldur einungis höfunda efnisins. Landsbankinn á allan höfundarétt að því efni sem er að finna á vefsvæðinu, nema annað sé tekið fram. Hvers konar misnotkun á efninu er með öllu óheimil.

c08ede76-2374-11e2-b78b-0050568800ef

No filter applied

Tengdar greinar