Hér er að finna svör við nokkrum algengum spurningum þeirra sem eru að nota netbankann eða appið í fyrsta sinn.

27. mars 2020

Í flestum tilvikum er engin þörf á að fara í útibú til að fá bankaþjónustu því hægt er að greiða reikninga, sjá stöðu á bankareikningum og fá nánast alla almenna bankaþjónustu í netbankanum, Landsbankaappinu eða í hraðbönkum.

Þá er hægt að fá ýmis konar aðstoð, ráðgjöf og leiðbeiningar með því að hringja í Þjónustuver Landsbankans.


Vegna hertra samkomutakmarkana frá og með 5. október 2020 fer þjónusta Landsbankans fyrst og fremst fram í síma og með rafrænum hætti. Við sinnum brýnum erindum í útibúum eftir tímapöntunum og hvetjum viðskiptavini til að nota símann, netbanka og Landsbankaappið. Hægt er að bóka tíma í útibúi eða símtal frá ráðgjafa á vef bankans. Yfirleitt er hægt að komast að samdægurs.


Hvað geri ég ef ég er ekki með aðgang að netbanka einstaklinga?

Ef þú átt spjaldtölvu eða snjallsíma er best fyrir þig að ná í Landsbankaappið. Þá getur þú skráð þig inn með rafrænum skilríkjum og byrjað að nota appið strax.

Hvernig næ ég í Landsbankaappið?

Landsbankaappið virkar á öllum snjallsímum og snjalltækjum. Hægt er að sækja það í App Store (fyrir Apple) eða í Google Playstore (fyrir Android). Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum og byrjar strax að nota það.

Leiðbeiningar um uppsetningu á Landsbankaappinu

Þarftu aðstoð, ráðgjöf eða leiðbeiningar?
Hvað geri ég ef ég er ekki með rafræn skilríki?

Þú getur t.d. virkjað rafrænu skilríkin í næsta útibúi Landsbankans. Hafðu samband við Þjónustuver Landsbankans í síma 410 4000 eða sendu okkur tímapöntun á Landsbankinn.is.


Hvernig opna ég netbanka Landsbankans?

Netbankinn er aðgengilegur af forsíðu Landsbankans. Til að komast inn þarftu að slá inn notandanafn og lykilorð. Einnig er hægt að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.


Hvernig greiði ég reikninga í netbankanum?

Þú smellir á „Ógreiddir reikningar“ efst á síðunni og þá færðu yfirlit yfir alla ógreidda reikninga. Gættu að því að sumir reikningar geta verið valkvæðir, s.s. frá góðgerðarfélögum og þú þarft ekki borga þá (nema þú viljir). Til að staðfesta greiðslu þarf að slá inn leyninúmerið.

Leiðbeiningar um notkun netbankans


Hvernig greiði ég reikninga í Landsbankaappinu?

Þú smellir á tákn efst í hægra horni (þrjá láréttar línur). Þá birtist skjámynd með yfirliti yfir aðgerðir í appinu. Ef þú velur á „Ógreiddir reikningar“ færðu yfirlit yfir ógreidda reikninga. Gættu að því að sumir reikningar geta verið valkvæðir, s.s. frá góðgerðarfélögum og þú þarft ekki borga þá (nema þú viljir). Til að staðfesta greiðslu þarf að slá inn leyninúmerið.

Leiðbeiningar um notkun Landsbankaappsins


Hvernig millifæri ég peninga án þess að fara í útibú?

Það er einfalt að millifæra í appinu og netbankanum. Það er líka hægt að fara í næsta hraðbanka til að taka út pening með því að auðkenna sig með debet- og kreditkorti. Skilaboð á skjá hraðbankans þér skref fyrir skref.

Leiðbeiningar um notkun netbankans
Leiðbeiningar um notkun Landsbankaappsins


Ég er ekki með greiðslukort. Get ég fengið greiðslukort án þess að fara í útibú?

Já. Ef þig vantar kort, t.d. til að taka peninga út í hraðbanka, má hafa samband við Þjónustuver í síma 410 4000, senda tölvupóst á netfangið landsbankinn@landsbankinn.is eða senda fyrirspurn í gegnum netspjallið á Landsbankinn.is.


Hvernig greiði ég gíróseðla ef ég sé þá ekki í ógreiddum reikningum?

Ef greiðslu- eða gíróseðilinn er ekki gefinn út á þína kennitölu er ekki víst að hann komi upp í „Ógreiddir reikningar“.

Á síðunni „Ógreiddir reikningar“ í netbankanum er flipi þar sem stendur „Greiðslu- og gíróseðlar“. Þar er hægt að slá inn númerin sem eru á svokallaðri tölvurönd greiðsluseðilsins.


Get ég greitt reikninga og greiðsluseðla með öðrum hætti en í netbankanum eða appinu án þess að fara í útibú?

  • Já, þú getur hringt í Þjónustuverið og beðið um að reikningar sem berast mánaðarlega séu skráðir í beingreiðslu í netbankanum. Þá greiðast þeir alltaf sjálfvirkt á eindaga.
  • Það er líka einfalt að borga reikninga í næsta hraðbanka. Skilaboð á skjá hraðbankans leiðbeina þér skref fyrir skref.


Get ég skipt greiðslukortareikningnum án þess að fara í útibú?

  • Já, það er einfalt mál. Þú opnar netbankann, smellir á „Greiðslukort“ efst í netbankanum, velur síðan „Aðgerðir“ og „Dreifa greiðslum“.
    Ef þú ert ekki með aðgang að netbanka getur þú hringt í Þjónustuver í s. 410 4000.


Aðstoð, ráðgjöf og leiðbeiningar

Við minnum á að ef þú þarft aðstoð, ráðgjöf eða leiðbeiningar, getur þú hringt í Þjónustuver Landsbankans, sent okkur tölvupóst eða pantað ráðgjöf á vef Landsbankans.

  • Þjónustuver Landsbankans er opið á milli kl. 9-16.
    Sími: 410 4000
  • Tölvupóstur: landsbankinn@landsbankinn.is.
  • Á vef Landsbankans er hægt að panta ráðgjöf.

 

Greinin hefur verið uppfærð.